Glæsilegt prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í gær var glæsilegt 61 % kjörsókn verður að teljast mjög góð í ljósi kjörsóknar í annarstaðar.  Í þessu prófkjöri var ekki barist um oddvitasætið en í slíkum prófkjörum er þátttakan oft meiri.  Mikil ánægja ríkir með sitjandi bæjarstjóra sem sannast best á frábæri kosningu hans í gær 83,5% greiddra atkvæða.

Sjálf stefndi ég á 2. sætið, það tókst ekki að þessu sinni en ég get vel við unað að lenda í því 3.  Ég vil nota tækifærið og þakka þeim breiða hópi sjálfstæðismanna sem studdi mig í prófkjörinu.  

Listinn er flottur góð kynjaskipting enda höfum við sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ aldrei þurft á kynjakvótum að halda til að tryggja framgang kvenna.  Í Mosfellsbæ er hefð fyrir sterkum konum í flokknum og kjósendur eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hæft fólk af báðum kynjum veljist til verka.  Þeir 15 einstaklingar sem gáfu kost á sér í prófkjörinu eru allir mjög frambærilegir og því var ljóst fyrirfram að hvernig sem þetta raðaðist þá myndi listinn verða glæsilegur og það varð raunin.

Prófkjörið var skemmtilegt, ég kynntist nýju fólki heyrði í íbúum bæjarins sem eru allmennt mjög sáttir við hvernig sveitafélaginu þeirra er stýrt.  Nú tekur enn skemmtilegri tími við þegar sjálf kosningabaráttan hefst.


mbl.is Haraldur sigraði í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með glæsilegan árangur í prófkjörinu, held að kjörsókn og áhugi endurspegli þau góðu verk sem núverandi meirihluti hefur staðið fyrir. Nú er að sækja fram og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram um stjórnartaumanna í bæjarfélaginu eftir kosningar í vor, annað væri gríðarlegt áfall fyrir bæinn.

Haukur (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Innilega til hamingju með glæsilegan árangur :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.2.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband