Hjólreiðar í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er innrammaður fallegri náttúru og óvíða eru tækifæri til íþróttaiðkunar og útivistar meiri en hér.  Stígurinn okkar meðfram Leirvoginum er yndislegur til göngu og hjólreiða og með honum tengjumst við stígakerfi Reykjavíkur.  Þessi stígur gerir okkur kleift að hjóla fallega leið milli bæjarhluta og tengjast stígakerfi Reykjavíkur.  En þessir stígar henta frekar til útivistar en sem samgönguæð.

Skipulags og bygginganefnd leggur nú lokahönd á endurskoðun aðalskipulags, þar leggjum við ríka áherslu á að hjólreiðar séu raunhæfur samgöngumáti og því mikilvægt að göngu- og hjólreiðastígar liggi meðfram helstu stofnleiðum.  Hjólreiðastígur mun liggja fyrir ofan Vesturlandsveg við Úlfarsfell og tengjast þar stígakerfi Reykjavíkur.  Mosfellsbær hefur hafið viðræður við Vegagerðina um að ráðast í slíka framkvæmd en samgönguáætlun leggur áherslu að að Vegagerðin leggi hjólreiðastíga meðfram fjölförnustu þjóðvegum landsins og Vesturlandsvegur er án efa í þeim flokki.

Bryndís Haralds

Formaður skipulags- og bygginganefndar í Mosfellsbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 672

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband