Ţriđja fjárhagsáćtlun eftir bankahrun.

Rekstrarforsendur Mosfellsbćjar eru gjörbreyttar eins og hjá öđrum sveitarfélögum, fyrirtćkjum og heimilum.  Tekjur hafa dregist saman og ađkeyptar vörur og ţjónusta hćkkar í verđi.

Í töflunni hér ađ neđan sést ađ útsvarstekjur bćjarfélagsins hafa í krónutölu lćkkađ um 20 milljónir eđa um 70 milljónir ţegar frá eru dregnar tekjur sem urđu til vegna sérstakra ráđstafanna ríkisstjórnarinnar um ađ opna á greiđslur úr séreignarlífeyrissparnađi.

 

2008

2009

2010

2011

Útsvarstekjur af launum og viđbótarlífeyrissparnađi í milljónum króna

2.700

2.659

2.695

2.680

 Fjárhagsáćtlun ársins 2009 og 2010 tók miđ af breyttum ađstćđum, fariđ var ofan í hverja krónu og hagrćtt eins og kostur var; laun bćjarstjóra, bćjarfulltrúa og ćđstu embćttismanna voru lćkkuđ.  Leitast var leiđa viđ ađ hćkka sem minnst ţjónustugjöld og útsvar.  Ţakka ber starfsfólki bćjarfélagsins, sem unniđ hefur markvist ađ hagrćđingu.  Ţegar nú er unnin ţriđja fjárhagsáćtlunin undir ţessum kringumstćđum er okkur vandi á höndum viđ teljum ađ hagrćtt hafi veriđ eins og kostur er og erfitt ađ ná í mikiđ meiri fjármuni út úr slíkum ađgerđum. 240 milljóna gat sem stoppa ţarf í Bćjarfélag  er ekkert öđruvísi en heimili eđa fyrirtćki, gjöld ţurfa ađ vera í samrćmi viđ tekjur.  Verkefniđ nú er gat upp á 240 milljónir kr.   Bćjarráđ ákvađ ađ nálgast verkefniđ međ eftirfarandi hćtti:·         Hagrćđing (1% af rekstri sem á ađ skila 40 mkr)·         Breyting á ţjónustustigi (4% af rekstri sem skila á 160 mkr)·         Tekjur og gjaldskrár (1% af rekstri sem á ađ skila 40 mkr) Í kjölfariđ var svo haldiđ íbúaţing ţar sem íbúar voru beđnir um ađ koma međ sparnađartillögur og jafnframt ađ tjá sig um hvar ekki ćtti ađ spara.  Tillögurnar voru margar og góđar en hćgt er ađ sjá yfirlit yfir ţćr á heimasíđu bćjarins.  Allar ţessar tillögur hafa veriđ yfirfarnar og margar ţeirra teknar inn í fjárhagsáćtlunina.  Margar tillögur komu fram um lćkkun kostnađar viđ yfirstjórn bćjarins.  Vert er ađ minna á ađ fariđ var strax í slíkar ađgerđir og viđ erum enn ađ.  Lćkkuđ voru laun hjá yfirstjórnendum um 7%, fyrir utan bćjarstjóra sem tekur á sig 17% lćkkun.   Viđ hverju má búast Um ţessar mundir er fjárhagsáćtlun ársins 2011 til umrćđu í bćjarstjórn. Ţegar hefur veriđ tekin ákvörđun um hćkkun útsvars en ţađ fer í 13,28%.  Til ađ taka dćmi um ađra ţćtti sem eru til umrćđu:·         Samningar um fjárfestingar í íţróttamannvirkjum endurskođađir sem og styrktarsamningar·         Heimgreiđslur, frístundaávísanir og gjaldfrjáls 5 ára deild verđa tekin til endurskođunar·         Varmárlaug verđi eingöngu skóla og kennslulaug ·         Almennar gjaldskrár hćkki um 5-10%·         Álagningarstuđlar fasteignagjalda hćkki í ljósi lćkkun á fasteignamati.

Lagt var upp í fjárhagsáćtlunarvinnuna međ tvö megin markmiđ, annars vegar ađ vernda ţá sem minnst mega sín og ţurfa á ţjónustu ađ halda, hins vegar ađ gćta ţess ađ vanda dagsins í dag sé ekki velt yfir á ţá sem taka munu viđ í framtíđinni, börnin okkar.

 Viđ teljum ađ ţađ muni takast, ekki er um skerđingu á grunnţjónustu ađ rćđa og tekjur munu ef áćtlunin heldur duga fyrir rekstri og stćrstum hluta vaxtagjalda.

 Bryndís Haralds og Elías Pétursson birtist í Varmá des 2010

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband