Bæjarbragur með grænum miðbæ

Oft hefur Mosfellsbær verið nefndur svefnbær en stækkandi bæjarfélag gerir okkur kleift að byggja hér upp miðbæ.  Allt frá árinu 2005 hefur verið unnið að nýju miðbæjarskipulagi.  Byrjað var á að framkvæma skoðanakönnun meðal íbúa til að kanna hvernig þeir nýttu núverandi miðbæ og hvernig þeir vildu sjá miðbæinn þróast.  Drög að skipulagi fóru svo til umfjöllunar hjá rýnihópum.  Í kjölfarið tók tillagan breytingum og varð enn grænni.  Klapparsvæðinu er gert hátt undir höfði í nýjum miðbæ og einnig er gert ráð fyrir skrúðgarði við Bjarkarholt. Mannlíf og menning í miðbænumÞað sem gerir miðbæ að miðbæ er mannlíf, til að tryggja það hefur tveimur veiga miklum byggingum verið valin staður í miðbænum, kirkju og menningarhúsi og framhaldsskóla Mosfellsbæjar.  Farið var í hönnunarsamkeppni með þessar tvær byggingar til að tryggja að þar rísi falleg hús sem þjóni hlutverki sínu vel. Virk aðkoma bæjarbúaVið vinnu að miðbæjarskipulaginu hefur verið vandað vel til verks, fagaðilar hafa komið að allri vinnu auk þess sem skipulagið hefur fengið víðtæka umræðu innan stjórnkerfisins og meðal bæjarbúa.  Frá upphafi hefur verið leitað eftir sjónarmiðum og skoðunum íbúa auk þess sem mikil áhersla hefur verið á að upplýsingar séu aðgengilegar.  Framkvæmd var skoðanakönnun, rýnihópar voru að störfum og fjöldinn allur af kynningum, fundum, viðtölum og greinum hafa auðveldað bæjarbúum að mynda sér skoðun og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.  Á þeim tíma sem skipulagið hefur verið í vinnslu hefur það tekið nokkrum breytingum og komið hefur verið til móts við margar athugasemdir sem fram hafa komið.  Í hinu lögbundna auglýsingaferli nú nýverið komu fáar athugasemdir sem sýnir að almenn ánægja er með tillögurnar þó alltaf séu einhverjir sem vilji sjá hlutina aðeins öðruvísi. Það var sérstakt fagnaðarefni að á síðasta fundi Skipulags- og byggingarnefnd var skipulagið samþykkt enda er gott skipulag forsenda þess að upp byggist langþráður miðbær í Mosfellsbæ. Bryndís HaraldsFormaður skipulags- og bygginganefndar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband