Mosfellingar eru ánægðir með bæinn sinn

Nú er skemmtilegri kosningabaráttu lokið og við tekur sjálf vinnan.  Ég er loksins komin af varamannabekknum og í bæjarstjórn og hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni. 

Kosningabarátta okkar Sjálfstæðismanna var skemmtileg, við lögðum mikla áherslu á að vera málefnaleg, jákvæð og bjartsýn.  Við höfum í góðu samstarfi við VG unnið vel á síðasta kjörtímabili og lögðum verk okkar í dóm kjósenda.  Við höfum skýra stefnuskrá sem fyrst og fremst gengur út á að viðhalda traustum fjárhag sveitarfélagsins.  Mosfellsbær er fjölskyldubær og hér hugum við vel að fjölskyldunni og veitum góða þjónustu. 

Fjórtán frábærir einstaklingar mynduðu lista okkar sjálfstæðismanna, en auk okkar listamannanna voru margir sem unnu með okkur og mynduðu þennan frábæra hóp sem uppskar vel í gær.Suma þekkti ég vel áður aðra lítið sem ekkert, en óhætt er að segja að á síðustu vikum hef ég eignast fjölda nýrra vina.  Allir unnu sem einn maður að því markmiði að ná góðri kosningu. Svo nú hefst hin raunverulega vinna það er að gera bæinn okkar enn betri og leiða bæinn okkar í gegnum næstu fjögur ár.

Niðurstöður kosninganna sýna að bæjarbúar treysta okkur frambjóðendum sjálfstæðisflokksins vel.  Fólk treystir okkur til að stýra bænum næstu fjögur árin.  Vinstri grænir halda sýnum manni enda nýtur hann traust og kjósendur eru ánægðir með árangur VG síðustu fjögur árin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Samfylkingin tapar einum manni og framsókn dettur út.  Fréttnæmast er án efa að nýtt framboð íbúahreyfingarinnar náði inn manni, framboð sem varð til fyrir nokkrum vikum.  Ótrúlegur árangur á stuttum tíma.

Ég er spennt fyrir nýja starfinu mínu og heiti því að vinna af trausti og heiðarleika fyrir Mosfellinga alla.  Ég vona að okkur beri gæfa til að vinna öll vel saman, kjósendur eru löngu búnir að fá leið á sandkassaleik stjórnmálanna.  Í bæjarstjórn voru kosnir sjö frambærilegir einstaklingar sem allir vilja vinna af heilindum fyrir bæinn sinn. 

Ég hlakka til að vinna með öllu þessu góða fólki.


mbl.is Sjálfstæðismenn með meirihluta í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 653

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband