Ný skipulagslög og mannvirkjalög

Um síðustu áramót tóku gildi ný skipulagslög og mannvirkjalög.  Slík lagasetning var án efa þörf enda búið að vinna að nýjum lögum í mörg ár.  Hafa ný skipulagslög verið lögð fyrir á nokkrum þingum en aldrei hlotið samþykki. 

Sem formaður skipulagsnefndar í Mosfellsbæ hef ég að sjálfsögðu kynnt mér lögin, við höfum í nefndinni farið yfir það sem helst snýr að okkur þó en bíðum við eftir kynningu frá ráðuneytinu.  En óvissu gætir um túlkun og framkvæmd lagana.  Má rekja þá óvissu til þess að engar reglugerðir eru tilbúnar né leiðbeiningar.  Verið er að þróa kynningarefni og vinna að reglugerðum en þeirri vinnu verður ekki lokið fyrr en eftir í það minnsta nokkra mánuði.

Ég hef skilning á því að ekki er hægt að semja reglugerðir á undan lagasetningu en kanski væri hægt að vinna það eitthvað samhliða svo ekki myndist óvissa í framhaldi af gildistöku laga.  Í það minnsta hefði verið hægt að samþykkja að lögin tækju gildi síðar svo tími gæfist til að smíða reglugerðir og leiðbeiningar innan ráðuneytana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband