27.5.2010 | 09:47
Atvinnulífið er gangvirki samfélagsins
Mosfellsbær er eftirsótt og framsækið samfélag. Þar er lögð áhersla á þróun og nýsköpun í sátt við íbúa og umhverfi. Við nýtum þá snerpu og hugmyndaauðgi sem í okkar mannauði býr til enn frekari landvinninga í atvinnumálum Mosfellinga. Við ætlum að fjölga störfum í sveitarfélaginu m.a. með því að markaðssetja Mosfellsbæ enn frekar sem heilsu- og menningarbæ. Við viljum styrkja ímynd bæjarins sem heilsubæjar og laða að jafnt innlenda sem erlenda aðila til uppbyggingar á sviði heilbrigðisstarfsemi og tengdra þjónustu. Við munum í samvinnu við ríkisvaldið byggja nýjan framhaldsskóla, hjúkrunarheimili og lögreglustöð. Einnig verður byggð slökkvistöð í Mosfellsbæ.
· Við munum styðja við menningartengda ferðaþjónustu og uppbyggingu miðbæjarins.
· Við ætlum að stuðla að öflugu samráði á milli ólíkra atvinnurekenda m.a. með reglulegum samráðsfundum atvinnulífsins.
· Við ætlum að gera Mosfellsbæ að miðstöð heilsueflingar og heilsutengdrar ferðaþjónustu.
· Við ætlum að tryggja 1000 ný störf í Mosfellsbæ
· Við ætlum að bjóða atvinnulóðir og aðstöðu á samkeppnishæfu verði
· Við ætlum að styðja við stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ
· Við ætlum að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 00:20
Áherslur framboðanna í Mosfellsbæ
Íbúalýðræði er ofarlega í huga allra framboðanna, enda er mikil vakning í íslensku samfélagi eftir hrunið um þátttöku almennings í umræðu og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt og gott, við í sjálfstæðisflokknum höfum á síðasta kjörtímabili lagt mikla áherslu á virkt og gott samráð við íbúanna.
Ég þekki einna best til í skipulagsmálum en ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi verið haldnir jafn margir fundir um ýmis skipulagsmál eins og á síðustu tveim kjörtímabilum. Skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt mikla áherslu á samráð og skýra upplýsingagjöf til íbúa um skipulagsmál.
Sem formaður skipulags- og bygginganefndar hef ég tekið eftir litlum áhuga á opnum fundum. Því höfum við leitað annarra leiða eins og t.d. með skipulagsgátt á heimasíðu bæjarins, sérstökum kynningarbásum og umfjöllun bæjarblaðsins um stærri mál. Að sjálfsögðu höfum við einnig haldið hefðbundna fundi með framsögu og spurningum en það fyrirkomulag hentar einfaldlega ekki öllum. Mörgum hentar betur að geta skoðað skipulagið í ró og næði og spurt og komið sínum athugasemdum á framfæri beint við embættismenn eða kjörna fulltrúa. Á síðustu bæjarhátíð í Túninu heima var bærinn með sérstakan bás í íþróttarhúsinu þar sem kynnt var nýtt miðbæjarskipulag, kirkja og menningarhús og ævintýragarður. Þar gafst íbúum tækifæri á að kynna sér þessi skipulög og hugmyndir spyrja spurninga og koma á framfæri athugasemdum. Við fórum aftur þessa leið þegar við samþykktum nýtt miðbæjarskipulag í auglýsingu þ.e. auk hefðbundins fundar hékk miðbæjarskipulagið uppi á Torginu í Kjarna og auglýst var viðvera nefndarmanna og embættismanna.
Haldin hafa verið íbúaþing um skipulagsmál og sjálfbæra þróun þar sem tryggt var að allir komu sínum sjónarmiðum á framfæri og leitast var eftir að fá fram skoðanir allra fundarmanna.
En á næstu árum munum við beita okkur fyrir frekari þróun í virku íbúalýðræði. Við ætlum að móta stefnu um íbúalýðræði og gera reglur um íbúakosninga, einnig viljum við hvetja ungt fólk til þátttöku í mótun bæjarins með virku ungmennaráði.
Við ætlum með þessu að auka þátttöku íbúa enn frekar í ákvarðanatöku án þess þó að firra kjörinna fulltrúa ábyrgð á verkum sínum.
Íbúalýðræði á allra vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 23:12
Ungt fólk til áhrifa
Við sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ boðuðum til okkar ungt fólk á dögunum á fund sem bar yfirskriftina ungt fólk til áhrifa. Fengu allir Mosfellingar á aldrinum 18-22 ára boð en auk þess var fundurinn auglýstur opinberlega. Við frambjóðendur vildum eiga stefnumót við ungt fólk og heyra hvað því finnst um bæjarfélagið sitt og hvernig þau vilja sjá það þróast til framtíðar. Fundurinn tókst mjög vel og vil ég hér tæpa á helstu málefnunum sem fram komu hjá unga fólkinu.
Miðbæ í Mosfellsbæ
Unga fólkið var allt mjög stolt og ánægt með bæinn sinn. Þau voru ánægð með að fjárhagur bæjarins væri í lagi og ánægð með það sem gert hefur verið á síðustu árum. En það er eitt sem allir voru sammála um að vanti tilfinnanlega og það er miðbær og mannlíf. Möguleiki á að sækja skemmtun, fara á kaffihús og út að borða o.s.frv. Það var ánægjulegt fyrir mig sem formann skipulags og bygginganefndar að fá þessa sýn ungs fólks staðfesta með þessum hætti. Á síðustu árum hefur nefndin unnið mikið og gott verk í að skipuleggja miðbæ í Mosfellsbæ, miðbæ með iðandi mannlífi. Miðbæ með framhaldsskóla, kirkju og menningarhúsi sem tryggir mannlíf og rennir stoðum undir miðbæjarrekstur eins og unga fólkið vill sjá í bænum okkar.
Námsaðstaða innan bæjar
Unga fólkið lagði áherslu á að bæta þyrfti námsaðstöðu í Mosfellsbæ, en margir námsmenn sækja í bæinn í framhaldsskólanna, háskólanna eða þjóðarbókhlöðuna. Á bókasafni Mosfellsbæjar er námsaðstaða en það er mat þeirra að þörf sé á fleiri borðum. Með staðsetningu framhaldsskólans í miðbænum verður gert ráð fyrir góðri námsaðstöðu fyrir þá sem þar stunda nám. Í menningarhúsi í miðbænum er gert ráð fyrir að bókasafnið flyti og þar þyrfti að huga að auknu plássi fyrir námsmenn. En þar til þessi tvö mannvirki rísa þyrfti bærinn að huga að örðum lausnum.
Íþróttabærinn Mosfellsbær
Flestir voru sammála um að Mosfellsbær sé sannkallaður íþrótta og útivistabær, enda sé aðstaða hér til fyrirmyndar. En alltaf má gera betur og aðkallandi er að fá frambyggingu að Varmá þar sem Afturelding getur verið með félagsaðstöðu. En frammbygging hefur verið á dagskrá lengi, á síðustu árum hefur farið fram þarfargreining og hönnun, ef kreppan hefði ekki látið á sér kræla væru framkvæmdir við það hafnar en þeim var frestað. Framhús við Varmá er því næsta aðkallandi verkefni innan bæjarins og mun það vonandi rísa sem fyrst. Einnig vill ungafólkið sjá hér rísa fimmleikahöll, frjálsíþróttahöll og yfirbyggðan knattspyrnuvöll. Í núverandi efnahagsástandi er ekki hægt að lofa slíkum framkvæmdum. En það er vonandi skammt að bíða þess að í Mosfellsbæ verði aftur ráðist í uppbyggingu íþróttamannvirkja. En ungafólkið vildi líka leggja áherslu á að hér sé hægt að stunda vetraríþróttir, nauðsynlegt sé því að fá snjóframleiðslutæki í Skálafell, skautasvell og annað sem hægt væri að nýta að vetri til.
Stefnumótið við ungt fólk í bænum var mjög gagnlegt og skemmtilegt og nýttist frambjóðendum við stefnumótun til næstu ára.
Bryndís Haralds, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 00:01
Lýðræðisleg og styrk stjórn
Krafan um aukið íbúalýðræði hefur farið vaxandi og nú er svo komið að við teljum þetta sjálfsagt, sem það er. Á síðustu árum höfum við kallað eftir sjónarmiðum íbúa í öllum helstu málaflokkum. Haldin hafa verið íbúaþing um skipulagsmál, skólamál umhverfismál og menningarmál. Á næstu árum viljum við auka enn frekar á samráð við íbúa og leita leiða til að tryggja þátttöku sem flestra íbúa í slíku samráði. Við ætlum að móta lýðræðisstefnu og reglur um íbúakosningar. Einnig viljum við virkja ungt fólk til þátttöku í mótun bæjarins með virku ungmennaráði.
Skilvirkni, gegnsæi og lýðræði
Við sjálfstæðismenn leggjum áherslu á að stjórnsýsla bæjarins sé skilvirk, gegnsæ og lýðræðisleg. Við viljum á næstu árum auðvelda íbúum enn frekar aðgengi að upplýsingum um stöðu mála, verkefna og rekstur. Íbúar eiga með auðveldum hætti að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. Við viljum tryggja gegnsæi í störfum bæjarstjórnar með því að gera bæjarstjórnarfundi aðgengilega á netinu. Við ætlum að auka enn frekar aðkomu bæjarbúa að ákvarðanatöku, þó án þess að firra kjörna fulltrúa ábyrgð á verkum sínum.
Samstaða og samvinna kjörinna fulltrúa
Á síðustu árum hafa landsmenn fengið sig fullsadda af pólitísku karpi kjörinna fulltrúa. Í Mosfellsbæ hefur tekist að mynda þverpólitíska sátt um fjárhagsáætlanir 2009 og 2010 en þær voru lagðar fram sameiginlega af öllum flokkum. Slík samvinna kallar á breytt vinnubrögð og samstarfsvilja hjá öllum aðilum. Allir sem gefa sig í störf fyrir samfélagið eiga að hafa það að leiðarljósi að standa vörð um góða hluti og leitast við að gera enn betur. Stundum greinir okkur á um hvaða leiðir eru bestar, um það snúast stjórnmál, en það þýðir ekki að við getum ekki náð samkomulagi um farsælar lausnir fyrir heildina. Kjörnum fulltrúum ber að leita leiða til að vinna saman með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi.
Bryndís Haralds
Skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningar 29. maí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 12:54
Hjólreiðar í Mosfellsbæ
Skipulags og bygginganefnd leggur nú lokahönd á endurskoðun aðalskipulags, þar leggjum við ríka áherslu á að hjólreiðar séu raunhæfur samgöngumáti og því mikilvægt að göngu- og hjólreiðastígar liggi meðfram helstu stofnleiðum. Hjólreiðastígur mun liggja fyrir ofan Vesturlandsveg við Úlfarsfell og tengjast þar stígakerfi Reykjavíkur. Mosfellsbær hefur hafið viðræður við Vegagerðina um að ráðast í slíka framkvæmd en samgönguáætlun leggur áherslu að að Vegagerðin leggi hjólreiðastíga meðfram fjölförnustu þjóðvegum landsins og Vesturlandsvegur er án efa í þeim flokki.
Bryndís Haralds
Formaður skipulags- og bygginganefndar í Mosfellsbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 02:20
Metnaðarfullt skólastarf í Mosfellsbæ
Menningarvika leikskólanna
Nýafstaðin er menningarvika leiksskólanna. Glæsileg listasýning var í Kjarna þar sem börnin komu í hópum að syngja fyrir foreldra og gesti. Börnin fyllast stolti við að sýna starf sitt og fyrir foreldrana er þetta ómetanlegt. Menningarvika leikskólanna er frábært verkefni og eiga leikskólastarfsmenn og börnin hrós skilið fyrir vinnu sína við að gera þessa sýningu að veruleika.
Foreldravika í Lágafellsskóla
Foreldraviku er nýlokið í Lágafellskóla en þetta er í annað sinn sem hún er haldin. Verkefnið er samstarf foreldrafélagsins og skólans. Í vikunni er foreldrum boðið að koma og fylgjast með kennslustundum og taka þátt í daglegu starfi. Foreldrum gefst einstakt tækifæri til að upplifa hvernig skóladagurinn gengur fyrir sig og hvernig kennslu barnanna er háttað. Frábært verkefni sem við vonum að sé komið til að vera.
Sjálfbær þróun í Varmárskóla
Varmárskóli hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. Skólinn hefur verið leiðandi í Mosfellsbæ í þessu verkefni og aðrar stofnanir hafa leitað til skólans, auk þess margir gestir hafa heimsótt skólann á undanförnum misserum til að læra af skólafólkinu okkar þar. Þá hefur skólinn unnið að þróunarverkefni um útinám og mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og stigið fyrstu skref í að færa líf í ævintýragarð Mosfellsbæjar með staðsetningu útikennslusvæðisins þar.
Heilsdagsskóli skóli framtíðarinnar
Nútíma samfélag gerir kröfu um heilsdagsskóla fyrir yngstu börnin. Í Mosfellsbæ hefur þjónusta frístundaseljanna þróast mikið á síðustu árum. Íþróttafjör Aftureldingar er nýjasta viðbótin þar sem börnin fara tvisvar í viku í íþróttahúsið og kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum. Í Krikaskóla er gengið enn lengra með þessa samþættingu og aðlögun að nútíma samfélagi en þar er skólaár barnanna 200 dagar í stað 180 daga í hefðbundnum grunnskólum. Þar er skólinn opinn frá 7:30 til 17 og er skólastarf, tómstundastarf, rólegar stundir og val fléttað saman með metnaðarfullum og spennandi hætti.
Það er óhætt að segja að skólastarf í Mosfellsbæ hefur verið leiðandi á landsvísu og við viljum að svo verði áfram. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika í efnahagslífinu og þar af leiðandi minni fjármuni til ráðstöfunar stöndum við vörð um faglegt starf innan skólanna okkar og viljum að hér eftir sem hingað til muni skólar í Mosfellsbæ blómstra.
Greinin birtist í Mosfellingi apríl 2010
Bryndís Haraldsdóttir, 3 sæti á lista sjálfstæðismanna
Hafsteinn Pálsson, 4. sæti á lista sjálfstæðismanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 12:21
Skynsöm fjármálastjórnun í Mosfellsbæ
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 var kynntur á síðasta fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 21. apríl 2010 og honum vísað til seinni umræðu sem er fyrirhuguð er 5. maí.
Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í þjóðfélaginu sýnir ársreikningurinn skynsama og sterka fjármálastjórn bæjarins. Rekstrarafgangur Mosfellsbæjar af A-hluta, að undanskildum fjármagnsgjöldum, var 126 milljónir króna á síðasta ári. Fjármagnsgjöld voru rúmar 460 milljónir, þar af verðbætur og gengistap 314 milljónir og er því rekstrarhalli á A-hluta sem nemur um 322 milljónum á árinu 2009.
Veltufé frá rekstri er jákvætt sem er mikilvægt. Staðið var vörð um velferð íbúa og álögur á þá haldið í lágmarki. Hækkuðu gjaldskrár ekki þrátt fyrir hækkun verðlags. Er þetta liður í því að koma í veg fyrir að auknar álögur leggist á heimilin en eins og þeir sem heimili reka vita hafa skattahækkanir ríkistjórnar og stöðugt hækkandi matarverð, svo ég tala nú ekki um þyngri greiðslubyrgði af lánum nánast gengið að heimilum í landinu dauðum.
Ársreikningurinn er í stórum dráttum í samræmi við áætlun ársins. En gert var ráð fyrir halla 2009 og aftur á þessu ári en þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að bæjarsjóði verði aftur skilað með hagnaði á árinu 2011. Þó það sé erfitt að sætt sig við halla á rekstri er annað ekki hægt í þessu umhverfi en mikilvægt er þó að tekjur standi undir hinum almenna rekstri, jákvætt veltufé frá rekstri.
Fyrir um átta árum síðan var Mosfellsbær undir eftirliti, eftirlitsnefndar sveitafélaganna. Að af lokknum kosningum 2002 þurfti nýr meirihluti sjálfstæðismanna að ráðast í erfiðar aðgerðir og hagræða verulega í rekstri. Þetta tókst og voru síðustu ár nýtt í að greiða upp skuldir. Það auðveldar Mosfellsbæ nú að takast á við verulega erfiðleika í efnahagsumhverfinu.
Þess ber þó að geta að sá árangur sem náðst hefur hefði aldrei náðst nema með samvinnu við starfsmenn bæjarins. Starfsmenn sem lagt hafa mikið á sig við að halda áætlunum og koma með tillögur að skynsamlegum hagræðingaraðgerðum.
322 milljóna kr. rekstrarhalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 11:41
Iðnaðarmálagjald andstætt félagafrelsi
Það er með ólíkindum að ekki hafi verið löngu búið að afnema skyldugreiðslur í Samtök Iðnaðarins með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Það er fagnaðarefni að nú verði það gert enda Íslenska ríkinu ekki stætt á öðru eftir nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslensk lög um iðnaðarmálagjaldið standist ekki ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Um er að ræða mál, sem Vörður Ólafsson höfðaði gegn íslenska ríkinu en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2005 að álagning iðnaðarmálagjaldsins hefði verið lögmæt.
Um árabil hefur samband ungra sjálfstæðismanna barist gegn gjaldinu og hef ég sjálf flutt tillögu þess efni á landsfundi flokksins. Ég þekki vel til samtaka iðnaðarins og veit að í gegnum tíðina hafa þau staðið fyrir mörgum góðum og metnaðarfullum verkefnum. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að skylduaðild að félaginu er ólögmæt. Auk þess að hafa staðið fyrir ýmsum góðum og gildum verkefnum hafa Samtök iðnaðarins einnig farið í vegferð sem ekki er mikil sátt við en þeir hafa á undanförnum árum rekið baráttu fyrir inngöngu Íslands í ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 12:10
Skólaþing um nýja skólastefnu.
Nú í morgun var íbúaþing hér í Mosó um nýja skólastefnu. Árið 2008 fór Mosfellsbær í stefnumótun og í kjölfarið var hafist handa við endurskoðun á stefnumótun allra málaflokka. Skólaþing var haldið í maí 2009 þar sem öllum gafst tækifæri á að koma sínum hugmyndum á framfæri. Einkar gaman var að sjá hversu mikil áhersla var lögð á að raddir barna fengju að njóta sín. Um haustið var settur af stað vinnuhópur um ritstjórn stefnuna, hópnum var falið að vinna úr niðurstöðum skólaþingsins. Vinnuhópurinn hefur unnið vel og eru þau drög sem lágu fyrir skólaþinginu nú í morgun til vitnis um það góða starf.
Hlutverk foreldra í skólasamfélaginu
Í gegnum störf mín í stjórn Heimilis og skóla þekki ég vel hversu mikilvæg þátttaka foreldra í skólasamfélaginu er og einnig hversu misjafnlega er staðið að því innan skólanna að virkja foreldra til þátttöku.
Það var því sérstakt fagnaðarefni í morgun að sjá að skólastefna Mosfellsbæjar fjallar um þátttöku foreldra sem sjálfsagðan hlut og undir kaflanum Mannauður eru þrír undirkaflar
- börn og ungmenni
- starfsfólk
- foreldra og heimili
Frábært að stefnan taki með svona skýrum þætti á að foreldrar eru auðlynd í skólastarfi og hér flokkaðir sem mannauður sem þeir svo sannarlega eru.
Kaflin um foreldra og heimili er svo hljóðandi;
Heimili og uppeldisstofnanir leggja til umgjörð þess sem við köllum skólasamfélag. Samráð og samstarf er lykillinn að góðu og árangursríku uppeldi barna. Foreldrar (skýrt neðanmáls sem foreldra og forráðamenn barna og aðra þá er koma að uppeldi barna heima fyrir) og starfsfólk skóla bera því sameiginlega ábyrgð á náms- og þroskaframvindu barnanna. mikilvægt er að virkja þekkingu foreldranna inn í skólastarfið, til dæmis með því að foreldrar segi frá atvinnu sinni, félagsstörfum, bakgrunni eða áhugamálum í skólanum.
Leiðarljós
- Samstarf heimilis og skóla markast af gildum Mosfellsbæjar og leggur grunn að jákvæðum skólabrag.
- Skólar, foreldra- og skólaráð skilgreina í sameiningu hlutverk og verkefni foreldra í skólamálum og stuðla að því að þátttaka foreldra í skólastarfi verði litin jákvæðum augum.
- Jákvætt námsumhverfi bæði heima fyrir og í skólunum
- Boðleiðir á milli heimila og skóla séu gagnkvæmar og skilvirkar
- Skólar skulu hafa frumkvæði og efla samstarf heimila og skóla
- Góð samskipti heimila og skóla
- Foreldra séu ávallt velkomnir í skóla bæjarins
- Foreldra séu hvattir til virkar þátttöku í skólasamfélaginu
- Foreldrar af erlendum uppruna fái sérstakan stuðning og leiðsögn
- Báðir foreldrar hafi jafnan rétt til upplýsinga frá skólum barna sinn, eftir því sem lög og reglugerðir kveða á um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 19:32
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ - mikið fagnaðarefni
Frá því ég byrjaði að taka þátt í sveitarstjórnarmálum í Mosfellsbæ hefur bygging hjúkrunarheimilis verið eitt af okkar stærri baráttumálum. Íbúar Mosfellsbæjar eiga að geta búið í sveitafélaginu á öllum æviskeiðum. Á síðustu árum hefur sérstaklega verið hugað að því í skipulagsmálum.
Að ráðuneytið samþykki nú loks byggingu hjúrkunarheimilis við Hlaðhamra er mikið fagnaðarefni.
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar