1.2.2010 | 19:23
Ráðdeild og skynsemi í rekstri bæjarins - greinin birtist í Morgunblaðinu 28.jan 2010
Rekstrarforsendur sveitarfélaga eru í dag gjörbreyttar frá því sem áður var. Með auknu atvinnuleysi og lækkun launa dragast útsvarstekjur verulega saman. Undanfarin ár hefur Mosfellsbær kappkostað að veita íbúum sínum góða þjónustu og svo mun verða áfram. Síðustu ár hafa verið nýtt til að greiða upp skuldir sem gerir sveitafélaginu auðveldara um vik að bregðast við miklum samdrætti í tekjum nú. Í stað þess að auka á skattbyrðar íbúa og hækka þjónustugöld hefur bærinn ákveðið að leggja fyrst og fremst áherslu á hagræðingu og forgangsröðun verkefna. Í því starfi er mikilvægt að standa vörð um grunnþjónustuna og þjónustu við börn og ungmenni. Jafnframt er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og varast skammtímalausnir sem kalla á enn meiri útgjöld síðar. Við verðum að leggja okkur fram við að hlúa að þjónustu við alla bæjarbúa af ráðdeild og skynsemi.
Samstaða og samvinna milli kjörinna fulltrúa
Á síðustu árum hafa landsmenn fengið sig fullsadda af pólitísku karpi kjörinna fulltrúa. Slíkt hefur þó ekki verið uppi á teninginum í Mosfellsbæ en þar hefur tekist að skapa þverpólitíska sátt um að leggja fram sameiginlega fjárahgsáætlun allra flokka fyrir 2009 og 2010. Slík samvinna kallar á breytt vinnubrögð og samstarfsvilja hjá öllum aðilum. Allir sem gefa sig í störf fyrir samfélagið eiga að hafa það að leiðarljósi að standa vörð um góða hluti og leitast við að gera enn betur. Stundum greinir okkur á um hvaða leiðir eru bestar, um það snúast stjórnmál, en það þýðir ekki að við getum ekki náð samkomulagi um farsælar lausnir fyrir heildina. Kjörnum fulltrúum ber að leita leiða til að vinna saman með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi og leggja við það til hliðar flokkspólitískan ágreining. Nýjir tímar kalla á ný vinnubrögð þar sem fólk á að koma saman og kappkosta að vinna að hagsmunum bæjarfélagsins sem samstillt heild.
Frekari upplýsingar um mig og áherslur mínar má finna á www.bryndisharalds.is
Bryndís Haraldsdóttir
Varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 6. feb nk.
Samstaða og samvinna milli kjörinna fulltrúa
Á síðustu árum hafa landsmenn fengið sig fullsadda af pólitísku karpi kjörinna fulltrúa. Slíkt hefur þó ekki verið uppi á teninginum í Mosfellsbæ en þar hefur tekist að skapa þverpólitíska sátt um að leggja fram sameiginlega fjárahgsáætlun allra flokka fyrir 2009 og 2010. Slík samvinna kallar á breytt vinnubrögð og samstarfsvilja hjá öllum aðilum. Allir sem gefa sig í störf fyrir samfélagið eiga að hafa það að leiðarljósi að standa vörð um góða hluti og leitast við að gera enn betur. Stundum greinir okkur á um hvaða leiðir eru bestar, um það snúast stjórnmál, en það þýðir ekki að við getum ekki náð samkomulagi um farsælar lausnir fyrir heildina. Kjörnum fulltrúum ber að leita leiða til að vinna saman með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi og leggja við það til hliðar flokkspólitískan ágreining. Nýjir tímar kalla á ný vinnubrögð þar sem fólk á að koma saman og kappkosta að vinna að hagsmunum bæjarfélagsins sem samstillt heild.
Frekari upplýsingar um mig og áherslur mínar má finna á www.bryndisharalds.is
Bryndís Haraldsdóttir
Varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 6. feb nk.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.