Skólaþing um nýja skólastefnu.

Nú í morgun var íbúaþing hér í Mosó um nýja skólastefnu.  Árið 2008 fór Mosfellsbær í stefnumótun og í kjölfarið var hafist handa við endurskoðun á stefnumótun allra málaflokka.  Skólaþing var haldið í maí 2009 þar sem öllum gafst tækifæri á að koma sínum hugmyndum á framfæri.  Einkar gaman var að sjá hversu mikil áhersla var lögð á að raddir barna fengju að njóta sín.  Um haustið var settur af stað vinnuhópur um ritstjórn stefnuna, hópnum var falið að vinna úr niðurstöðum skólaþingsins.  Vinnuhópurinn hefur unnið vel og eru þau drög sem lágu fyrir skólaþinginu nú í morgun til vitnis um það góða starf.

 

Hlutverk foreldra í skólasamfélaginu

Í gegnum störf mín í stjórn Heimilis og skóla þekki ég vel hversu mikilvæg þátttaka foreldra í skólasamfélaginu er og einnig hversu misjafnlega er staðið að því innan skólanna að virkja foreldra til þátttöku.

Það var því sérstakt fagnaðarefni í morgun að sjá að skólastefna Mosfellsbæjar fjallar um þátttöku foreldra sem sjálfsagðan hlut og undir kaflanum Mannauður eru þrír undirkaflar

  • börn og ungmenni
  • starfsfólk
  • foreldra og heimili

Frábært að stefnan taki með svona skýrum þætti á að foreldrar eru auðlynd í skólastarfi og hér flokkaðir sem mannauður sem þeir svo sannarlega eru.

Kaflin um foreldra og heimili er svo hljóðandi;

Heimili og uppeldisstofnanir leggja til umgjörð þess sem við köllum skólasamfélag.  Samráð og samstarf er lykillinn að góðu og árangursríku uppeldi barna.  Foreldrar (skýrt neðanmáls sem foreldra og forráðamenn barna og aðra þá er koma að uppeldi barna heima fyrir) og starfsfólk skóla bera því sameiginlega ábyrgð á náms- og þroskaframvindu barnanna.  mikilvægt er að virkja þekkingu foreldranna inn í skólastarfið, til dæmis með því að foreldrar segi frá atvinnu sinni, félagsstörfum, bakgrunni eða áhugamálum í skólanum. 

Leiðarljós

  •  Samstarf heimilis og skóla markast af gildum Mosfellsbæjar og leggur grunn að jákvæðum skólabrag.
Markmið
  •  Skólar, foreldra- og skólaráð skilgreina í sameiningu hlutverk og verkefni foreldra í skólamálum og stuðla að því að þátttaka foreldra í skólastarfi verði litin jákvæðum augum.
  • Jákvætt námsumhverfi bæði heima fyrir og í skólunum
  • Boðleiðir á milli heimila og skóla séu gagnkvæmar og skilvirkar
  • Skólar skulu hafa frumkvæði og efla samstarf heimila og skóla
  • Góð samskipti heimila og skóla
  • Foreldra séu ávallt velkomnir í skóla bæjarins
  • Foreldra séu hvattir til virkar þátttöku í skólasamfélaginu
  • Foreldrar af erlendum uppruna fái sérstakan stuðning og leiðsögn
  • Báðir foreldrar hafi jafnan rétt til upplýsinga frá skólum barna sinn, eftir því sem lög og reglugerðir kveða á um.
Skemmtilegar umræður spunnust í dag um stefnuna og var starfsnefndinni falið að vinna stefnuna áfram og leggja svo fyrir fræðslunefnd til samþykktar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband