29.4.2010 | 11:41
Iðnaðarmálagjald andstætt félagafrelsi
Það er með ólíkindum að ekki hafi verið löngu búið að afnema skyldugreiðslur í Samtök Iðnaðarins með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Það er fagnaðarefni að nú verði það gert enda Íslenska ríkinu ekki stætt á öðru eftir nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslensk lög um iðnaðarmálagjaldið standist ekki ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Um er að ræða mál, sem Vörður Ólafsson höfðaði gegn íslenska ríkinu en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2005 að álagning iðnaðarmálagjaldsins hefði verið lögmæt.
Um árabil hefur samband ungra sjálfstæðismanna barist gegn gjaldinu og hef ég sjálf flutt tillögu þess efni á landsfundi flokksins. Ég þekki vel til samtaka iðnaðarins og veit að í gegnum tíðina hafa þau staðið fyrir mörgum góðum og metnaðarfullum verkefnum. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að skylduaðild að félaginu er ólögmæt. Auk þess að hafa staðið fyrir ýmsum góðum og gildum verkefnum hafa Samtök iðnaðarins einnig farið í vegferð sem ekki er mikil sátt við en þeir hafa á undanförnum árum rekið baráttu fyrir inngöngu Íslands í ESB.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
arnljotur
-
armannkr
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
gattin
-
doggpals
-
ekg
-
elinora
-
erlendurorn
-
fridjon
-
gylfithor
-
halldorjonsson
-
helgasigrun
-
herdis
-
drum
-
hvitiriddarinn
-
jorunnfrimannsdottir
-
ktomm
-
kolbrunb
-
kristjanvalgeir
-
loftslag
-
pallvil
-
iceland
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
sigurdurkari
-
sigurjonth
-
stebbifr
-
villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.