5.5.2010 | 02:20
Metnaðarfullt skólastarf í Mosfellsbæ
Menningarvika leikskólanna
Nýafstaðin er menningarvika leiksskólanna. Glæsileg listasýning var í Kjarna þar sem börnin komu í hópum að syngja fyrir foreldra og gesti. Börnin fyllast stolti við að sýna starf sitt og fyrir foreldrana er þetta ómetanlegt. Menningarvika leikskólanna er frábært verkefni og eiga leikskólastarfsmenn og börnin hrós skilið fyrir vinnu sína við að gera þessa sýningu að veruleika.
Foreldravika í Lágafellsskóla
Foreldraviku er nýlokið í Lágafellskóla en þetta er í annað sinn sem hún er haldin. Verkefnið er samstarf foreldrafélagsins og skólans. Í vikunni er foreldrum boðið að koma og fylgjast með kennslustundum og taka þátt í daglegu starfi. Foreldrum gefst einstakt tækifæri til að upplifa hvernig skóladagurinn gengur fyrir sig og hvernig kennslu barnanna er háttað. Frábært verkefni sem við vonum að sé komið til að vera.
Sjálfbær þróun í Varmárskóla
Varmárskóli hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. Skólinn hefur verið leiðandi í Mosfellsbæ í þessu verkefni og aðrar stofnanir hafa leitað til skólans, auk þess margir gestir hafa heimsótt skólann á undanförnum misserum til að læra af skólafólkinu okkar þar. Þá hefur skólinn unnið að þróunarverkefni um útinám og mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og stigið fyrstu skref í að færa líf í ævintýragarð Mosfellsbæjar með staðsetningu útikennslusvæðisins þar.
Heilsdagsskóli skóli framtíðarinnar
Nútíma samfélag gerir kröfu um heilsdagsskóla fyrir yngstu börnin. Í Mosfellsbæ hefur þjónusta frístundaseljanna þróast mikið á síðustu árum. Íþróttafjör Aftureldingar er nýjasta viðbótin þar sem börnin fara tvisvar í viku í íþróttahúsið og kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum. Í Krikaskóla er gengið enn lengra með þessa samþættingu og aðlögun að nútíma samfélagi en þar er skólaár barnanna 200 dagar í stað 180 daga í hefðbundnum grunnskólum. Þar er skólinn opinn frá 7:30 til 17 og er skólastarf, tómstundastarf, rólegar stundir og val fléttað saman með metnaðarfullum og spennandi hætti.
Það er óhætt að segja að skólastarf í Mosfellsbæ hefur verið leiðandi á landsvísu og við viljum að svo verði áfram. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika í efnahagslífinu og þar af leiðandi minni fjármuni til ráðstöfunar stöndum við vörð um faglegt starf innan skólanna okkar og viljum að hér eftir sem hingað til muni skólar í Mosfellsbæ blómstra.
Greinin birtist í Mosfellingi apríl 2010
Bryndís Haraldsdóttir, 3 sæti á lista sjálfstæðismanna
Hafsteinn Pálsson, 4. sæti á lista sjálfstæðismanna
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.