17.5.2010 | 00:01
Lýðræðisleg og styrk stjórn
Krafan um aukið íbúalýðræði hefur farið vaxandi og nú er svo komið að við teljum þetta sjálfsagt, sem það er. Á síðustu árum höfum við kallað eftir sjónarmiðum íbúa í öllum helstu málaflokkum. Haldin hafa verið íbúaþing um skipulagsmál, skólamál umhverfismál og menningarmál. Á næstu árum viljum við auka enn frekar á samráð við íbúa og leita leiða til að tryggja þátttöku sem flestra íbúa í slíku samráði. Við ætlum að móta lýðræðisstefnu og reglur um íbúakosningar. Einnig viljum við virkja ungt fólk til þátttöku í mótun bæjarins með virku ungmennaráði.
Skilvirkni, gegnsæi og lýðræði
Við sjálfstæðismenn leggjum áherslu á að stjórnsýsla bæjarins sé skilvirk, gegnsæ og lýðræðisleg. Við viljum á næstu árum auðvelda íbúum enn frekar aðgengi að upplýsingum um stöðu mála, verkefna og rekstur. Íbúar eiga með auðveldum hætti að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. Við viljum tryggja gegnsæi í störfum bæjarstjórnar með því að gera bæjarstjórnarfundi aðgengilega á netinu. Við ætlum að auka enn frekar aðkomu bæjarbúa að ákvarðanatöku, þó án þess að firra kjörna fulltrúa ábyrgð á verkum sínum.
Samstaða og samvinna kjörinna fulltrúa
Á síðustu árum hafa landsmenn fengið sig fullsadda af pólitísku karpi kjörinna fulltrúa. Í Mosfellsbæ hefur tekist að mynda þverpólitíska sátt um fjárhagsáætlanir 2009 og 2010 en þær voru lagðar fram sameiginlega af öllum flokkum. Slík samvinna kallar á breytt vinnubrögð og samstarfsvilja hjá öllum aðilum. Allir sem gefa sig í störf fyrir samfélagið eiga að hafa það að leiðarljósi að standa vörð um góða hluti og leitast við að gera enn betur. Stundum greinir okkur á um hvaða leiðir eru bestar, um það snúast stjórnmál, en það þýðir ekki að við getum ekki náð samkomulagi um farsælar lausnir fyrir heildina. Kjörnum fulltrúum ber að leita leiða til að vinna saman með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi.
Bryndís Haralds
Skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningar 29. maí.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
arnljotur
-
armannkr
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
gattin
-
doggpals
-
ekg
-
elinora
-
erlendurorn
-
fridjon
-
gylfithor
-
halldorjonsson
-
helgasigrun
-
herdis
-
drum
-
hvitiriddarinn
-
jorunnfrimannsdottir
-
ktomm
-
kolbrunb
-
kristjanvalgeir
-
loftslag
-
pallvil
-
iceland
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
sigurdurkari
-
sigurjonth
-
stebbifr
-
villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.