7.3.2011 | 23:02
Kjarasamningur kennara
Það verður seint deilt um mikilvægi þess að börnin okkar fái góða menntun. Forsenda þess eru góðir kennarar sem eiga að fá góð laun. En eru íslenskir grunnskólakennarar vel launaðir? Byrjunarlaun íslenskra kennara eru 84% (2007) af meðallaunum kennara inna OECD ríkjanna. Af þessum tölum er auðvelt að draga þá ályktun að laun kennara séu ekki í samræmi við mikilvægi starfsins. Þegar kostnaður við grunnskólana er greindur er langstærsti hluti kostnaðarins laun. Heildarkostnaður 2007 við grunnskólastigið á Íslandi var 3.7% af vergri landsframleiðslu sem var 54% hærra en meðaltal OECD landa. Við verjum mun hærra hlutfalli af vergri landsframleiðslu til skólamála en OECD löndin, en samt fá kennarar hér lægri laun. Hver er ástæða þessa ?
Kjarasamningur kennara er allt of flókinn og fer langt út fyrir hlutverk sitt. Þar eru langar klausur sem kveða á um hvað kennari á að kenna mikið, hversu langan undirbúningstíma hann hefur, hvað kennslumagnið minnki við lífaldur kennarar o.sfrv. Raunin er svo sú að skólastjóri hefur mjög takmarkað með það að gera hvernig kennarar verja tíma sínum, það er mikið til ákveðið í kjarasamningi. Að mínu mati eiga kjarasamningar að ákveða kaup og kjör en ekki ákveða með hvaða hætti eigi að reka viðkomandi stofnun eða fyrirtæki. Áður fyrr voru lög og reglugerðir um grunnskólann þannig úr garði gerð að lítið svigrúm var fyrir skóla að marka sér sérstöðu. Með grunnskólalögunum frá 2008 hefur þetta breyst og því ættu skólar nú að eiga auðveldara um vik með að móta sérstöðu og þróa sinn eigin skólabrag. En kjarasamningur kennara er hamlandi þegar kemur að þróun og nýsköpun í skólastarfi sökum þess hversu lítin sveigjanleika hann bíður upp á.
Ég skora á samningsaðila í kjaraviðræðum kennara að láta kjarasamning kennara snúast eingöngu um kaup og kjör þessarar mikilvægu stéttar.
Á árinu 2007 kostaði hver nemi á grunn- og miðstigi á Íslandi um 43% meira en meðalkostnaður pr nema innan OECD ríkjanna, Norðurlöndin raða sér reyndar á toppinn en Finnar sem við viljum nú oft miða okkur við þegar kemur að menntamálum reka greinilega mjög hagstætt skólakerfi en þar er kostnaður pr nemanda undir meðaltali OECD ríkjanna. Á sama tíma eru finnskir nemendur að skora mjög hátt í alþjóðlegum samanburði hvað kunnáttu varðar. Framlög til skólamála hafa aukist umtalsvert á síðustu árum og ég held ég geti líka fullyrt að gæði skólastarfsins hafa aukist. Það er samt óásættanlegt að okkar kerfi kosti mun meira en í löndunum sem við berum okkur saman við á sama tíma og kennarar hér hafa lægri laun en í þessum löndum. Við hljótum því að gera bætt kjör kennara án þess að skólakerfið þurfi að kosta okkur meira. Ég tel lausnina felast í kjarasamning kennara. Kjarasamningarnir þurfa að vera einfaldari og líkari því sem gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum
Greinin birtist á Visir.is 6. mars 2011
Flokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.