Bryndís Haralds gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í SV 14. mars

 

Bryndís Haralds, varaþingmaður, gefur kost á sér í

prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi sem fram

fer 14. mars næstkomandi.

Bryndís vill bjóða fram krafta sína í því endurreisnar starfi sem

framundan er í íslensku samfélagi og atvinnulífi.

Bryndís vill að endurreisnin byggi á grunngildum

sjálfstæðisstefnunar og að endurbætt Ísland sé sanngjarnara og

fjölskylduvænna.

Bryndís Haraldsdóttir er 32 ára viðskiptafræðingur og

varaþingmaður. Bryndís hefur ára langa reynslu í ráðgjöf á

sviði atvinnuuppbyggingar, nýsköpunar og tækniþróunar. Bryndís hefur verið

varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2003 og varabæjarfulltrúi í

Mosfellsbæ frá 2002. Bryndís er varaformaður Heimilis og skóla landssamtök foreldra.

Bryndís hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum.

Hún var formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar á árunum 2002-2004 og hefur

frá árinu 2004 setið í skipulags- og byggingarnefnd bæjarins. Bryndís var formaður Viljans

félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ á árunum 2002-2006 og sat í stjórn Sambands

ungra sjálfstæðismanna 2003-2005. Bryndís hefur setið í iðnaðarnefnd og rannsóknar- og

nýsköpunarnefnd Sjálfstæðisflokksins, auk þess að sitja í fulltrúa- og kjördæmisráði.

Enn fremur hefur Bryndís átt sæti í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík frá árinu 2004 og

sat í framkvæmdastjórn Bandalags íslenskra sérskólanema á árunum 1999 og 2000.

Bryndís er gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkjameistara og eiga þau þrjú börn.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband