Svarið fellst í nýsköpun

Flottur fundur hjá Nýsköpunarmiðstöð mikið af góðum fréttum um ný fyrirtæki sem sprottið hafa upp í þessu erfiða árferði.

Reyndar er svo að síðustu misseri hafa reynst nýsköpunarfyrirtækjum erfið, allt fjármagn og starfsfólk hefur leitað þangað sem peningarnir voru þ.e. í bankanna. 

Nú er tækifærið, nú er komið að nýsköpunarbyltingunni í kjölfar fjármálabyltingarinnar.  Eða eins og einn frummælanda á fundinum sagði nú er komið að nýsköpunargosinu í Vestmaneyjum, við skulum vona að það teygi anga sína upp á meginlandið.

Öflugt nýsköpunar og frumkvöðlastarf er það sem mun leiða okkur út úr þeim vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.  Mikilvægt er að nýsköpun eigi sér stað bæði hjá nýjum sprotum en ekki síður hjá eldri fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. Við getum ekki til framtíðar treyst á fáar en stórar atvinnugreinar, við verðum að byggja á meiri fjölbreytileika en við höfum áður gert.

Mikilvægasta auðlind Íslands erum við, fólkið sem byggir landið.  Við höfum öll hlutverki að gegna við endurreisn íslensks atvinnulífs.  Hvert handtak hver hugmynd skiptir máli.


mbl.is Rætt um „íslensku leiðina“ á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband