9.3.2009 | 23:48
Ísland á tímamótum
Við Íslendingar stöndum nú á tímamótum. Á síðustu árum höfum við upplifað mesta góðæri Íslandssögunar. Nú er partýið búið og timburmennirnir hafa tekið við. Það er ljóst að margt fór úrskeiðis og Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bera ábyrgð. Mistök voru gerð, það er alveg ljóst annars hefði ekki farið sem fór. Það er nauðsynlegt að við lærum af þeim mistökum.
Skrifum framtíðina
Vitur maður sagði eitt sinn Ég kvíði ekki framtíðinni, því ég ætla að skrifa hana
Lykilatriði er að opna augu allra sem að málum koma fyrir því að framtíðin býr yfir margvíslegum tækifærum.
Mikilvægast auðlind okkar er sú þekking og kraftur sem býr í okkur Íslendingum. Grundvallaratriði er að tryggja að þessi þekking og kraftur glatist ekki.
Ég býð mig fram
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í þá vinnu sem fram undan er í íslenskum stjórnmálum. Ég er viðskiptafræðingur og fjölskyldukona sem trúi á réttsýni sanngirni og heiðarleika. Ég hef áralanga reynslu af ráðgjöf á sviði nýsköpunar og atvinnuuppbygginar og ég trúi því að minn bakgrunnur og mín gildi komi að góðum notum í því mikilvæga starfi sem fram undan er.
Ég trúi því að víðsýn umbótastefna á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum sé leiðin útúr þeim vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.
Ég vil að endurbætt Ísland sé sanngjarnara og fjölskylduvænna en það samfélag sem við höfum lifað í á síðustu misserum og fyrir því mun ég beita mér.
Ég býð mig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 14. mars næstkomandi og óska eftir stuðningi þínum.
Bryndís Haralds.
Frekari upplýsingar um mig og framboð mitt má finna á www.bryndisharalds.is
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 872
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er mjög ánægður með þá nýliðun sem orðið hefur í Sjálfstæðisflokknum og fagna mjög innkomu nýs fólks. Mér lýst bara vel á síðuna, þig og stefnumálin.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 23:53
Takk fyrir það. Það er mikið kallað eftir nýliðun í flokknum og nú hafa kjósedur í prófkjörinu tækifæri til þess að kjósa nýja og öfluga lista fyrir komandi kosningar.
Bryndís Haraldsdóttir, 10.3.2009 kl. 23:16
Til hamingju Bryndís með því að hella þér út í baráttuna. Á eftir að kynna mér betur síðuna þína og aldrei að vita hvað maður svo gerir um helgina. Veitir eki af fleiri Mosfellingum inn á alþingi. Gangi þér vel.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.