Ég gef kost á mér í það sæti

Ármann Kr. Ólafsson hefur unnið að mörgum góðum mál á þeim stutta tíma sem hann sat á þingi. Það er því missir fyrir Sjálfstæðisflokkin í SV-kjördæmi að hann skuli ekki gefa kost á sér núna. Ég virði ákörðun Ármanns og veit að kraftar hans munu nýtast á mörgum stöðum og ég efast ekki um að hann muni halda áfram að vinna ötullega fyrir Sálfstæðisflokkinn.

Sjálf hafnaði ég í áttunda sæti í prófkjörinu og óska ég því eftir að vera færð upp í það sjöunda. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að lenda ofar í prófkjörinu enda tel ég mig hafa ýmislegt fram að færa fyrir flokkinn á þessum erfiðu tímum. Ég tel að þau sjónarmið sem ég talaði fyrir í prófkjörsbaráttunni um aukna fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með áherslu á nýsköpun eigi vel við í þessu árferði.

Það er einfaldlega nauðsynlegt við núverandi aðstæður að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur það verður aðeins gert með hröðum og markvissum aðgerðum.

Til lengri tíma litið verðum við að huga að auknum fjölbreytileika í atvinnulífinu, lausnin felst ekki í enn einu álverinu. Lausnin felst í því að virkja þann mannauð sem býr í landinu til góðra verka. Þar vil ég leggja hönd á plóginn og tel að kraftar mínir geti nýst vel á því sviði.


mbl.is Ármann gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég styð það eindregið og við mörg úr Kópavogsíhaldinu. Það á ekki annað að koma til greina að virða vilja fólksins sem kaus í prófkjörinu þannig að næsti maður sé varamaður þess fyrir ofan. Ekkert fitl !

Halldór Jónsson, 23.3.2009 kl. 21:39

2 identicon

Sæl Bryndís. Sé að búið er að birta listann í SV kjördæmi? Fékkstu virkilega ekki 7. sætið? Máttu útskýra hvað rök lágu að baki þeirr ákvörðun Bryndís? Held að mörgum finnist þetta einkennilegt. Kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Þetta með 7. sætið er hneisa, sjálfur setti ég þig í fyrsta sætið enda þörf á alvöru fólki en ekki puntudúkkum sem fyrr á Alþingi.

Jóhannes Birgir Jensson, 28.3.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband