28.3.2009 | 00:22
Drög að ályktun um vísinda- og nýsköpunarmál
Vísinda- og nýsköpunarnefnd
Drög að ályktun um vísinda- og nýsköpunarmál
Endurreisn efnahags- og atvinnulífs á Íslandi með öflugri nýsköpun í háskólum og atvinnulífi
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur öfluga nýsköpun í háskólum og atvinnulífi eina af meginforsendum endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs. Landsfundur leggur áherslu á arðbæra nýsköpun í landinu með því að hlúa að undirstöðum hennar, verkþekkingu, rannsóknum og tækniþróun. Vísinda- og tækniráð er hvatt til að stórauka vægi rannsókna- og tækniþróunar í íslensku atvinnulífi og samræma aðgerðir hins opinbera og einkaaðila í nýsköpun á öllum sviðum þjóðlífsins.
Háskólar í öndvegi
Breyttar aðstæður á vinnumarkaði valda aukinni ásókn í háskólanám innanlands. Íslenskir háskólar verða að geta boðið grunn- og framhaldsnám sem stenst alþjóðlegar gæðakröfur og þurfa í því skyni að halda nánum tengslum við erlenda háskóla með nemenda- og kennaraskiptum. Íslenskir nemar verða áfram að geta stundað nám erlendis til að tryggja fjölbreytta hæfni á vinnumarkaði og í vísindum. Háskólar þurfa að sinna kennslu og rannsóknum jafnt í grunnvísindum sem hagnýtum fræðum og stuðla að uppbyggingu íslensks atvinnulífs.
Landsfundur telur mikilvægt að
· Setja háleit alþjóðleg viðmið í öllu skólastarfi á Íslandi.
- Tryggja að hér á landi starfi háskólar í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
- Efla samstarf háskóla þar sem við á og tryggja jafnframt samkeppni þar sem við á.
· Auka nýsköpunarstarf í háskólum og efla samvinnu og hugmyndaflæði milli háskóla og atvinnulífs.
· Leggja sérstaka áherslu á verkmennt, tækni- og raungreinar á öllum skólastigum og fjölga nemendum í þessum greinum.
· Styðja við hagnýtar háskólarannsóknir og kennslu í nýsköpunarfræðum og koma niðurstöðum þekkingarsköpunar hratt og örugglega til þjóðfélagsins.
· Hlúa að velferð þjóðarinnar með öflugum rannsóknum í þágu íslenskrar menningar og þjóðlífs, heilbrigðis og umhverfis.
· Beina rannsóknastarfsemi ríkisins í háskólaumhverfi með flutningi opinberra rannsóknastofnana í vísindagarða og útboði verkefna til háskóla og fyrirtækja í slíku umhverfi.
- Auðvelda erlendum vísindamönnum að hefja störf hér á landi með skilvirkari afgreiðslu vegabréfsáritunar.
Nýsköpun og starfsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja
Arðbær nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja er sá grundvöllur hagvaxtar sem Íslendingar geta lagt traust sitt á til næstu áratuga. Í ljósi aðsteðjandi efnahagsþrenginga og aðhalds í ríkisútgjöldum þarf ein af megináherslum stjórnvalda að vera bætt starfsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja sem stunda nýsköpun á Íslandi. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi þarf að vera hvetjandi fyrir alla sem vilja byggja upp fyrirtæki og skapa störf.
Landsfundur telur mikilvægt að
· Auka fjárfestingar innlendra og erlendra einkaaðila í rannsóknum og nýsköpun á Íslandi.
· Hvetja einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og tækniþróunar með einfaldri lagaumgjörð.
· Styðja við frumkvæði einstaklinga til uppbyggingar sprotafyrirtækja með reynslu annarra þjóða að leiðarljósi.
· Beita opinberum útboðum og innkaupum til að efla nýsköpun og tækniþróun í íslensku atvinnulífi.
· Leggja áherslu á aðgerðir sem fjölga nýjum fyrirtækjum og efla þannig heilbrigða innbyrðis samkeppni og auka verðmætasköpun.
Stoðkerfi rannsókna og nýsköpunar
Hlutfall íslenskra samkeppnissjóða sem styrkja rannsóknir og nýsköpun af heildarframlögum hins opinbera til rannsókna er lágt. Enn er stór hluti opinberra framlaga bundinn í ríkisreknum rannsóknastofnunum. Þá eru öflugir rannsókna- og nýsköpunarsjóðir enn undir stjórn einstakra atvinnuvegaráðuneyta. Þessu þarf að breyta til að skapa sóknarfæri til öflugs samkeppnissjóðs á sviði nýsköpunar sem beini sjónum sínum sérstaklega að sprotafyrirtækjum. Þá er mikilvægt að auðvelda þátttöku íslenskra fyrirtækja og frumkvöðla í áætlun Evrópusambandsins um nýsköpun.
Landsfundur telur mikilvægt að
· Skerpa áherslur opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun og auka þannig skilvirkni þeirra.
· Auka hlutfall opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun þannig að það verði a.m.k. fjórðungur af heildarfjárveitingu hins opinbera til málaflokksins.
· Skapa stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja sem byggi á samkeppni fyrirtækjanna sjálfra í gegnum öflugan samkeppnissjóð þar sem einkaaðilar fjárfesta í nýsköpun á móti hinu opinbera, meðal annars með krónu fyrir krónu" fyrirkomulagi.
- Fela einkaaðilum í auknum mæli að sinna stuðningi við nýsköpun og sjá um opinber fjárútlát til sprotafyrirtækja, sem fari fram með samkeppni- eða útboðsfyrirkomulagi.
· Fela Vísinda- og tækniráði umsjón opinberra samkeppnissjóða sem styrkja rannsóknir og nýsköpun og tryggja að pólitísk afskipti einstakra ráðuneyta ráði ekki úthlutunum sjóðanna í stað samkeppnisforsendna.
· Stytta boðleiðir í málefnum nýsköpunar með sameiningu atvinnuvegaráðuneyta.
- Auðvelda þátttöku íslenskra frumkvöðla í samkeppni- og nýsköpunaráætlun ESB.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.