Ályktun um vísinda- og nýsköpunarmál

  Endurreisn efnahags- og atvinnulífs með öflugri nýsköpun í  í íslensku samfélagi
1.    Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur öfluga nýsköpun eina af megin¬forsendum endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs. Landsfundur leggur áherslu á arðbæra ný-sköpun í landinu með því að hlúa að undirstöðum hennar, verkþekkingu, rannsóknum og tækni¬þróun. Stjórnvöld eru hvött til að stórauka vægi rannsókna- og tækniþróunar í íslensku atvinnulífi og samræma aðgerðir hins opinbera og einkaaðila í nýsköpun á öllum sviðum þjóðlífsins.
Nýsköpun og starfsumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja
2.    Arðbær nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja er sá grundvöllur hagvaxtar sem Íslendingar geta lagt traust sitt á til næstu áratuga. Ein af megin áherslum stjórnvalda á að vera bætt starfsumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja sem stunda nýsköpun á Íslandi. Þar ber sérstaklega að líta til sprotafyrirtækja. Starfsumhverfi fyrirtækja hér á landi þarf að vera hvetjandi fyrir alla sem vilja byggja upp fyrirtæki og skapa störf.
3.    Landsfundur telur mikilvægt að:
•    Auka fjárfestingar innlendra og erlendra aðila í rannsóknum og nýsköpun á Íslandi.
•    Hvetja einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og tækniþróunar með einfaldri skatta- og lagaumgjörð.
•    Styðja við frumkvæði einstaklinga til uppbyggingar sprotafyrirtækja með reynslu annarra þjóða að leiðarljósi.
•    Opinberir aðilar útvisti verkefnum til að efla nýsköpun og tækniþróun í íslensku atvinnulífi.
•    Leggja áherslu á aðgerðir sem fjölga nýjum fyrirtækjum og efla þannig heilbrigðasamkeppni og auka verðmætasköpun.
•    Leggja áherslu á bættar gagnatengingar við landið til að stuðla að uppbyggingu gagnavera og vísindagarða um land allt.
Stoðkerfi rannsókna og nýsköpunar
4.    Stór hluti opinberra framlaga til rannsókna og nýsköpunar er bundinn í ríkisreknum rann-sókna¬stofn¬unum. Öflugir rannsókna- og nýsköpunarsjóðir eru enn undir stjórn einstakra atvinnu¬vega¬ráðu¬neyta. Þessu fé þarf að veita í auknum mæli tilöflugs samkeppnissjóðs á sviði nýsköpunar sem beini sjónum sínum sérstaklega að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum.
Landsfundur hvetur til þess að komið verði á fót sjóði sem hafi það hlutverk að veita þolinmótt fjármagn til nýsköpunar. Leitast verður við að bjóða allar hugmyndir velkomnar þannig að fjölbreytileiki í atvinnulífinu aukist. Kraftur og frumkvæði einstaklingsins fái þannig að njóta sín óháð menntun. Vilji einstaklingsins til nýsköpunar er allt sem þarf.
Landsfundur telur mikilvægt að:
•    Skerpa áherslur opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun og auka þannig skilvirkni þeirra.
•    Auka hlutfall opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun þannig að það verði a.m.k. fjórðungur af heildarfjárveitingu hins opinbera til málaflokksins.
•    Skapa stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja sem byggi á samkeppni fyrirtækjanna sjálfra í gegnum öflugan samkeppnissjóð þar sem einkaaðilar fjárfesta í nýsköpun á móti hinu opinbera, meðal annars með „krónu fyrir krónu“ fyrirkomulagi.
•    Fela einkaaðilum í auknum mæli að sinna stuðningi við nýsköpun og sjá um opinber fjárútlát til sprotafyrirtækja, sem fari fram með samkeppni- eða útboðsfyrirkomulagi.
•    Fela Vísinda- og tækniráði umsjón opinberra samkeppnissjóða sem styrkja rannsóknir og nýsköpun og tryggja að pólitísk afskipti einstakra ráðuneyta ráði ekki úthlutunum sjóðanna í stað sam¬keppnis¬¬forsendna.
•    Stytta boðleiðir í málefnum nýsköpunar með sameiningu atvinnuvegaráðuneyta.
•    Auka  þátttöku íslenskra frumkvöðla í samkeppni- og nýsköpunaráætlun ESB.
•    Gögn og upplýsingar í vörslu ríkis og sveitarfélaga og stofnana þeirra verði opin og aðgengileg  til rannsókna og nýsköpunar eins og unnt er, með þeim takmörkunum sem persónuvernd og almannaheill krefjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband