28.3.2009 | 21:50
Ályktun um vísinda- og nýsköpunarmál
Endurreisn efnahags- og atvinnulífs með öflugri nýsköpun í í íslensku samfélagi
1. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur öfluga nýsköpun eina af megin¬forsendum endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs. Landsfundur leggur áherslu á arðbæra ný-sköpun í landinu með því að hlúa að undirstöðum hennar, verkþekkingu, rannsóknum og tækni¬þróun. Stjórnvöld eru hvött til að stórauka vægi rannsókna- og tækniþróunar í íslensku atvinnulífi og samræma aðgerðir hins opinbera og einkaaðila í nýsköpun á öllum sviðum þjóðlífsins.
Nýsköpun og starfsumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja
2. Arðbær nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja er sá grundvöllur hagvaxtar sem Íslendingar geta lagt traust sitt á til næstu áratuga. Ein af megin áherslum stjórnvalda á að vera bætt starfsumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja sem stunda nýsköpun á Íslandi. Þar ber sérstaklega að líta til sprotafyrirtækja. Starfsumhverfi fyrirtækja hér á landi þarf að vera hvetjandi fyrir alla sem vilja byggja upp fyrirtæki og skapa störf.
3. Landsfundur telur mikilvægt að:
Auka fjárfestingar innlendra og erlendra aðila í rannsóknum og nýsköpun á Íslandi.
Hvetja einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og tækniþróunar með einfaldri skatta- og lagaumgjörð.
Styðja við frumkvæði einstaklinga til uppbyggingar sprotafyrirtækja með reynslu annarra þjóða að leiðarljósi.
Opinberir aðilar útvisti verkefnum til að efla nýsköpun og tækniþróun í íslensku atvinnulífi.
Leggja áherslu á aðgerðir sem fjölga nýjum fyrirtækjum og efla þannig heilbrigðasamkeppni og auka verðmætasköpun.
Leggja áherslu á bættar gagnatengingar við landið til að stuðla að uppbyggingu gagnavera og vísindagarða um land allt.
Stoðkerfi rannsókna og nýsköpunar
4. Stór hluti opinberra framlaga til rannsókna og nýsköpunar er bundinn í ríkisreknum rann-sókna¬stofn¬unum. Öflugir rannsókna- og nýsköpunarsjóðir eru enn undir stjórn einstakra atvinnu¬vega¬ráðu¬neyta. Þessu fé þarf að veita í auknum mæli tilöflugs samkeppnissjóðs á sviði nýsköpunar sem beini sjónum sínum sérstaklega að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum.
Landsfundur hvetur til þess að komið verði á fót sjóði sem hafi það hlutverk að veita þolinmótt fjármagn til nýsköpunar. Leitast verður við að bjóða allar hugmyndir velkomnar þannig að fjölbreytileiki í atvinnulífinu aukist. Kraftur og frumkvæði einstaklingsins fái þannig að njóta sín óháð menntun. Vilji einstaklingsins til nýsköpunar er allt sem þarf.
Landsfundur telur mikilvægt að:
Skerpa áherslur opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun og auka þannig skilvirkni þeirra.
Auka hlutfall opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun þannig að það verði a.m.k. fjórðungur af heildarfjárveitingu hins opinbera til málaflokksins.
Skapa stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja sem byggi á samkeppni fyrirtækjanna sjálfra í gegnum öflugan samkeppnissjóð þar sem einkaaðilar fjárfesta í nýsköpun á móti hinu opinbera, meðal annars með krónu fyrir krónu fyrirkomulagi.
Fela einkaaðilum í auknum mæli að sinna stuðningi við nýsköpun og sjá um opinber fjárútlát til sprotafyrirtækja, sem fari fram með samkeppni- eða útboðsfyrirkomulagi.
Fela Vísinda- og tækniráði umsjón opinberra samkeppnissjóða sem styrkja rannsóknir og nýsköpun og tryggja að pólitísk afskipti einstakra ráðuneyta ráði ekki úthlutunum sjóðanna í stað sam¬keppnis¬¬forsendna.
Stytta boðleiðir í málefnum nýsköpunar með sameiningu atvinnuvegaráðuneyta.
Auka þátttöku íslenskra frumkvöðla í samkeppni- og nýsköpunaráætlun ESB.
Gögn og upplýsingar í vörslu ríkis og sveitarfélaga og stofnana þeirra verði opin og aðgengileg til rannsókna og nýsköpunar eins og unnt er, með þeim takmörkunum sem persónuvernd og almannaheill krefjast.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.