Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu

Ögmundur Jónasson telur svonefnd ávísanakerfi þar sem upphæð fylgir sjúklingi og hann hefur valfrelsi um það hvar hann leitar lækninga varasamt.  Hvað er það þá sem er varasamt, jú einstaklingnum svo og fagaðilanum er ekki treyst, ríkið þarf að vera með puttana í þessu þar sem heilbrigðisráðherra vill ekki sjá heilbrigðisstarfsmenn starfa í einhverskonar "bisnessfyrirtæki"  Það væri auðvitað stór hættulegt.  Sjáið bara alla þá lækna sem reka sínar eigin stofur, þeir hljóta að vera algjörlega ófærir um slíkt, en ef þeir væru innan veggja spítalans undir yfirumsjón hins opinbera þá liti málið allt öðruvísi út eða hvað ?

Ég hef lengi haft ákveðnar skoðanir á heilbrigðiskerfinu okkar.  Íslendingar hafa heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða, það hefur reyndar reynst okkur mjög dýrt og ljóst er að við verðum að stemma stigu við stöðugum kostnaðar auka í kerfinu og auka skilvirkni þess. 

En mín skoðun er sú að það séu grundvallar mannréttindi að hafa valfrelsi um það hvar þú leitar eftir þjónustunni.  Á sama tíma er það skoðun mín að heilbrigðiskerfið á að lang stærstum hluta að vera kostað af hinu opinbera.  Gjaldtaka á eingöngu að vera til þess falin að auka kostnaðarvitundu.  Tryggja þarf að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og lyfjum, það er þá gert með sértækum aðgerðum.

Ég tel að það geti verið bæði hagkvæmt og ýtt undir nýsköpun í stéttinni að einkaaðilum væri í auknum mæli treyst til þess að halda utan um rekstur á afmörkuðum þáttum heilbrigðisþjónustu.  Ríkið skal þó standa straum af kostnaðinum og tryggja verður að ríkið greiði sangjarnt verð fyrir þjónustuna sem er í samræmi við raunkostnað.

Mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit er þjónustuferli sem er á heimsmælikvarða hér á Íslandi en valfrelsið er ekkert.  Konur eru þröngvaðar inn á sína heilsugæslustöð til að fara þar í mæðraskoðun hjá ljósmóður og undir handleiðslu heimilislæknisins sem oft á tíðum hefur takmarkaða þekkingu á því sviði.  Þetta er langt frá því að vera ásættanlegt.  Það hentar ekki öllum konum að setjast inn á biðstofuna á sinni heilsugæslu innan um fólk sem þær oft á tíðum þekkja eða kannast við til að vera svo kallaðar inni til ljósmóðurinnar þannig að öllum sé það nú ljóst að viðkomandi kona á von á barni.   Þessi þjónusta gæti svo vel farið fram á einkastofu úti í bæ eða hreinlega á heimili verðandi foreldra.  Víða erlendis þekkist það að þú hefur þína eigin ljósmóður og fæðingarlæknir sem þú leitar til beint.  Þessir aðilar geta veit þjónustuna til skiptis á heimili verðandi foreldara, á einkastofu og eða stundum í gegnum síma.  Nýsjálendingar eru sérstaklega framalega í þjónustu við verðandi foreldra og þar er það þannig að í mörgum tilfellum þegar kona fer svo á spítala til að fæða fylgir henni hennar ljósmóðir.  Reyndar eru heimafæðingar þar líka algengari en hér en þarna er þó boðið upp á raunverulegt valfrelsi í þjónsutunni.  Eitthvað sem við íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar.

Fyrverandi heilbrigisráðherra beitti sér fyrir því í samningaviðræðum við ljósmæður að þær skoðuðu möguleika á frekari aðkomu einkaaðila að þessu ferli.  Það er alveg ljóst að Ögmundur Jónasson og Vg mun ekki beita sér fyrir áframhaldandi skoðun á þeim málum.  Einmitt þess vegna megum við ekki láta það gerast að slík afturhals öfl stýri heilbrigðisþjónustu landssins, heilbrigiðsþjónustu sem er á heimsmælikvarða.  Heilbrigðisþjónustu okkar verður aðeins haldið á heimsmælikvarða með aukinni skilvirkni nýsköpun og auknu valfrelsi einstaklinganna. 


mbl.is Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband