Ögmundur fylgir sannfæringu sinni

Fréttir þess efnis að Ögmundur Jónasson hafi sagt af sér gæti verið skýr skilaboð um það að stjórninni riði til falls.

Ögmundur sýndi með þessu að hann fylgir sannfæringu sinni en hvað gera hinir þingmenn flokksins ? Eru þeir tilbúnir að fórna sannfæringu sinni og það í viðamesta máli þingsins, sjálfu Icesave málinu. 

Trúa þeir því virkilega að það að ganga að fáránlegum kröfum Breta og Hollendinga sé lausn okkar út úr kreppunni ?  

Það er ljóst að Samfylkingin er að feta þessa leið vegna þess að þeir trúa því að skjót innganga í ESB sé það mikilvæg að hægt sé skuldbinda þjóðina með Icesave samningnum.  Innganga í Evrópusambands klúbbinn er það eina sem knýr þau áfram í þessu máli.  Ég tel samt að íslenska þjóðin hafi ekki áhuga á inngöngu í ESB og þeir sem hafa á einhverjum tíma punkti verið hallir undir það hafa skipt um skoðun eftir að "vinaþjóðin" Bretar stimpluðu okkur sem hryðjuverkamenn.

 


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur virkilega einhver haldið því fram að "lausn okkar út úr kreppunni" sé að ganga að "fáránlegum kröfum Breta og Hollendina" í sambandi við Icesave tragokomedíuna?

Mig grunar að við berum fleiri drauga á baki okkar en Icesave hneykslið og líka að við getum ekki einfaldlega kennt  fyrrverandi "vinum" okkar Bretum og Hollendingum" um hvað við fórum illa úr úr þessari seinustu alheims bankakrísu.

Mig grunar líka að það skipti litlu máli fyrir Ísland hvort Ögmundur fylgi sannfæringu sinni eða ekki.

Eins og þú heyrir er ég svartsýn  á stöðuna og ég  myndi vera þér þakklát þú gæfir mér eitthvað jákvætt til að hugleiða.

Kveðja

Agla (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband