3.3.2009 | 14:57
Svarið fellst í nýsköpun
Flottur fundur hjá Nýsköpunarmiðstöð mikið af góðum fréttum um ný fyrirtæki sem sprottið hafa upp í þessu erfiða árferði.
Reyndar er svo að síðustu misseri hafa reynst nýsköpunarfyrirtækjum erfið, allt fjármagn og starfsfólk hefur leitað þangað sem peningarnir voru þ.e. í bankanna.
Nú er tækifærið, nú er komið að nýsköpunarbyltingunni í kjölfar fjármálabyltingarinnar. Eða eins og einn frummælanda á fundinum sagði nú er komið að nýsköpunargosinu í Vestmaneyjum, við skulum vona að það teygi anga sína upp á meginlandið.
Öflugt nýsköpunar og frumkvöðlastarf er það sem mun leiða okkur út úr þeim vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Mikilvægt er að nýsköpun eigi sér stað bæði hjá nýjum sprotum en ekki síður hjá eldri fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. Við getum ekki til framtíðar treyst á fáar en stórar atvinnugreinar, við verðum að byggja á meiri fjölbreytileika en við höfum áður gert.
Mikilvægasta auðlind Íslands erum við, fólkið sem byggir landið. Við höfum öll hlutverki að gegna við endurreisn íslensks atvinnulífs. Hvert handtak hver hugmynd skiptir máli.
Rætt um íslensku leiðina á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 02:06
Loksins loksins
Svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bryndís Haralds, varaþingmaður, gefur kost á sér í
prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi sem fram
fer 14. mars næstkomandi.
Bryndís vill bjóða fram krafta sína í því endurreisnar starfi sem
framundan er í íslensku samfélagi og atvinnulífi.
Bryndís vill að endurreisnin byggi á grunngildum
sjálfstæðisstefnunar og að endurbætt Ísland sé sanngjarnara og
fjölskylduvænna.
Bryndís Haraldsdóttir er 32 ára viðskiptafræðingur og
varaþingmaður. Bryndís hefur ára langa reynslu í ráðgjöf á
sviði atvinnuuppbyggingar, nýsköpunar og tækniþróunar. Bryndís hefur verið
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2003 og varabæjarfulltrúi í
Mosfellsbæ frá 2002. Bryndís er varaformaður Heimilis og skóla landssamtök foreldra.
Bryndís hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum.
Hún var formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar á árunum 2002-2004 og hefur
frá árinu 2004 setið í skipulags- og byggingarnefnd bæjarins. Bryndís var formaður Viljans
félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ á árunum 2002-2006 og sat í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna 2003-2005. Bryndís hefur setið í iðnaðarnefnd og rannsóknar- og
nýsköpunarnefnd Sjálfstæðisflokksins, auk þess að sitja í fulltrúa- og kjördæmisráði.
Enn fremur hefur Bryndís átt sæti í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík frá árinu 2004 og
sat í framkvæmdastjórn Bandalags íslenskra sérskólanema á árunum 1999 og 2000.
Bryndís er gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkjameistara og eiga þau þrjú börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Það ofbeldi sem við höfum á síðustu vikum fengið fréttir af í skólum landsins er algjörlega óásættanlegt. Börnin okkar eiga rétt á því að finna til öryggis í skólanum sínum. Þar eiga þau ekki að verða fyrir ofbeldi af neinu tagi.
Ég hvet skólayfirvöld til að taka af festu á þessu málum í samvinnu við foreldra og samtök þeirra. Vandamál sem þessi og forvanir gegn ofbeldi af öllu tagi verður að vinna á vettvangi skólasamfélagsins. Þar spila foreldrar stórt hlutverk.
Segja má að foreldrar sem auðlind í skólastarfi, sé auðlind sem sé vannýtt hér á landi. Allar rannsóknir sýna að árangur barna er mun meiri ef samstarf foreldra og skóla er mikið og gott.
Í því erfiða árferði sem við nú lifum í er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að skólinn sé vettvangur jákvæðs starfs, vinnustaður þar sem ríkir sátt og samlyndi. Vinnustaður þar sem börnunum okkar líður vel.
En nú hafa skólarnir tækifæri til að virkja foreldra betur inn í starfið. Margir foreldrar hafa misst vinnuna og flest okkar hafa meiri tíma aflögu. Skólarnir ættu að nýta sér þá þekkingu og umhyggju sem foreldrar hafa yfir að búa.
Höfundur er varaformaður Heimilis og skóla Landssamtök foreldra