15.3.2009 | 23:16
Þeir treysta ungu fólki hjá Framsókn
Birkir Jón sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 23:10
Prófkjörið búið
Jæja þá er prófkjörið búið, ég náði ekki þeim árangri sem ég stefndi að. Mér skilst að ég hafi hafnað í áttunda sæti en hef enn ekki fengið endarlega niðurstöðu. Baráttan var stutt að þessu sinni. Ég tók þá ákvörðun að leggja ekki í peningabaráttu, auglýsti ekki og lagði ekki út í mikin kostnað. Símreikningurinn verður þó í hærri kantinum.
Ég vil þakka öllum mínum frábæru vinum og vandamönnum sem studdu mig og lögðu sig alla fram. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki skilað þeim betri árangri en svona er þetta bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 23:20
Prófkjörið í SV fer fram á morgun laugardag
Á morgun laugardag velja Sjálfstæðismenn í SV kjördæmi lista sinn fyrir komandi kosningar.
Tólf frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér og er ég einn þeirra.
Ég vonast eftir stuðningi í 4.-5. sæti á listanum.
Ég hvet alla Sjálfstæðismenn í kjördæminu að mæta á kjörstað og velja öflugan og fjölbreyttan lista. Fólk af báðum kynjum á öllum aldri og fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu.
kær kveðja
Bryndís Haraldsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikilvægt að loksins liggi upplýsingar fyrir um stærð vandans. Ég óttaðist sjálf að hlutfall þeirra sem væru með húsnæðislán sín í erlendri mynt væri mun stærra.
Sem betur fer geta flest heimili en sem komið er staðið í skilum og mjög brýnt er að tryggja að þau geri það áfram. Til þess þarf fólk að hafa tiltrúa á íslenskum atvinnumarkaði. Tiltrúa á því að hér verði í framtíðinni gott að búa.Til þess verðum við að tryggja að atvinnuleysi aukist ekki en frekar og að það atvinnuleysi sem við búum því miður við núna sé skammtíma vandi en ekki langtímavandamál.
Við verðum jafnframt að finna leið til að hjálpa þeim sem illa standa en þær aðgerðir verða að vera gegnsæjar og sanngjarnar.
Fjölmargir standa vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 14:52
Talsmaður nýsköpunar og fjölbreytileika í atvinnulífinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 23:22
Réttlæti, sanngirni og gegnsæi
Ég trúi því einlæglega að sú hugmyndafræði og starfsaðferðir sem við sjálfstæðismenn kennum okkur við í framtíðinni verði að einkennast af réttlæti, sanngirni og gegnsæi.
Fyrir þessum gildum vil ég standa.
Reynslan hefur því miður leitt í ljós að á undanförnum árum hefur þessum gildum víða verið vikið til hliðar.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka pólitíska ábyrgð á þeim hamförum sem nú ganga yfir efnahag landsins. Það er óhjákvæmilegt að líta yfir farinn veg og skoða hvers vegna hlutirnir náðu að fara úrskeiðis með jafn afdrifaríkum hætti og raun bar vitni.
Alþingi þarf jafnframt að endurskoða stöðu sína sem hornsteinn lýðræðis í landinu. Ljóst er að þar hafa átt sér stað óvönduð vinnubrögð sem þarf að lagfæra. Einnig þarf að endurskoða samspil löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins.
Til framtíðar er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt við að tryggja að hér dafni traust og gott samfélag. Samfélag sem hlúir að einstaklingum og fjölskyldum. Samfélag þar sem þar sem heiðarleiki, samkennd og réttlæti ríkir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 21:56
Fyrstu bjartsýnu fréttirnar af fjármálamarkaði eftir hrunið
Besti kauphallardagur ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2009 | 23:48
Ísland á tímamótum
Við Íslendingar stöndum nú á tímamótum. Á síðustu árum höfum við upplifað mesta góðæri Íslandssögunar. Nú er partýið búið og timburmennirnir hafa tekið við. Það er ljóst að margt fór úrskeiðis og Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bera ábyrgð. Mistök voru gerð, það er alveg ljóst annars hefði ekki farið sem fór. Það er nauðsynlegt að við lærum af þeim mistökum.
Skrifum framtíðina
Vitur maður sagði eitt sinn Ég kvíði ekki framtíðinni, því ég ætla að skrifa hana
Lykilatriði er að opna augu allra sem að málum koma fyrir því að framtíðin býr yfir margvíslegum tækifærum.
Mikilvægast auðlind okkar er sú þekking og kraftur sem býr í okkur Íslendingum. Grundvallaratriði er að tryggja að þessi þekking og kraftur glatist ekki.
Ég býð mig fram
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í þá vinnu sem fram undan er í íslenskum stjórnmálum. Ég er viðskiptafræðingur og fjölskyldukona sem trúi á réttsýni sanngirni og heiðarleika. Ég hef áralanga reynslu af ráðgjöf á sviði nýsköpunar og atvinnuuppbygginar og ég trúi því að minn bakgrunnur og mín gildi komi að góðum notum í því mikilvæga starfi sem fram undan er.
Ég trúi því að víðsýn umbótastefna á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum sé leiðin útúr þeim vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.
Ég vil að endurbætt Ísland sé sanngjarnara og fjölskylduvænna en það samfélag sem við höfum lifað í á síðustu misserum og fyrir því mun ég beita mér.
Ég býð mig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 14. mars næstkomandi og óska eftir stuðningi þínum.
Bryndís Haralds.
Frekari upplýsingar um mig og framboð mitt má finna á www.bryndisharalds.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2009 | 17:41
Vaxtalækkun
Býst við vaxtalækkun í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 16:59
Meira svona til að draga úr ríkisútgjöldum
Löngu tímabært að afnema fríðindi af þessu tagi.
En nú er komin tími til að nýja ríkisstjórnin standi við stóru orðin og bjargi heimilunum í landinu.
Það verður aðeins gert með hröðum og markvissum að gerðum sem lúta að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Lækka þarf vexti og endurbyggja bankana svo þeir geti þjónað þörfum atvinnulífsins.
Atvinnuleysi er alvarlegt samfélagsmein sem við getum ekki sætt okkur við.
Steingrímur sker í dagpeninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar