Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Atvinnulífið er gangvirki samfélagsins

Mosfellsbær er eftirsótt og framsækið samfélag.  Þar er lögð áhersla á þróun og nýsköpun í sátt við íbúa og umhverfi.  Við nýtum þá snerpu og hugmyndaauðgi sem í okkar mannauði býr til enn frekari landvinninga í atvinnumálum Mosfellinga.  Við ætlum að fjölga störfum í sveitarfélaginu m.a. með því að markaðssetja Mosfellsbæ enn frekar sem heilsu- og menningarbæ.  Við viljum styrkja ímynd bæjarins sem heilsubæjar og laða að jafnt innlenda sem erlenda aðila til uppbyggingar á sviði heilbrigðisstarfsemi og tengdra þjónustu.  Við munum í samvinnu við ríkisvaldið byggja nýjan framhaldsskóla, hjúkrunarheimili og lögreglustöð.  Einnig verður byggð slökkvistöð í Mosfellsbæ.

·         Við munum styðja við menningartengda ferðaþjónustu og uppbyggingu miðbæjarins.

·         Við ætlum að stuðla að öflugu samráði á milli ólíkra atvinnurekenda m.a. með reglulegum samráðsfundum atvinnulífsins.

·         Við ætlum að gera Mosfellsbæ að miðstöð heilsueflingar og heilsutengdrar ferðaþjónustu.

·         Við ætlum að tryggja 1000 ný störf í Mosfellsbæ

·         Við ætlum að bjóða atvinnulóðir og aðstöðu á samkeppnishæfu verði

·         Við ætlum að styðja við stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ

·         Við ætlum að tryggja ungum Mosfellingum sumarstörf.


Áherslur framboðanna í Mosfellsbæ

Íbúalýðræði er ofarlega í huga allra framboðanna, enda er mikil vakning í íslensku samfélagi eftir hrunið um þátttöku almennings í umræðu og ákvarðanatöku.  Þetta er mikilvægt og gott, við í sjálfstæðisflokknum höfum á síðasta kjörtímabili lagt mikla áherslu á virkt og gott samráð við íbúanna.

Ég þekki einna best til í skipulagsmálum en ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi verið haldnir jafn margir fundir um ýmis skipulagsmál eins og á síðustu tveim kjörtímabilum.  Skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt mikla áherslu á samráð og skýra upplýsingagjöf til íbúa um skipulagsmál.

Sem formaður skipulags- og bygginganefndar hef ég tekið eftir litlum áhuga á opnum fundum.  Því höfum við leitað annarra leiða eins og t.d. með skipulagsgátt á heimasíðu bæjarins, sérstökum kynningarbásum og umfjöllun bæjarblaðsins um stærri mál.  Að sjálfsögðu höfum við einnig haldið hefðbundna fundi með framsögu og spurningum en það fyrirkomulag hentar einfaldlega ekki öllum.  Mörgum hentar betur að geta skoðað skipulagið í ró og næði og spurt og komið sínum athugasemdum á framfæri beint við embættismenn eða kjörna fulltrúa. Á síðustu bæjarhátíð í Túninu heima var bærinn með sérstakan bás í íþróttarhúsinu þar sem kynnt var nýtt miðbæjarskipulag, kirkja og menningarhús og ævintýragarður.  Þar gafst íbúum tækifæri á að kynna sér þessi skipulög og hugmyndir spyrja spurninga og koma á framfæri athugasemdum.  Við fórum aftur þessa leið þegar við samþykktum nýtt miðbæjarskipulag í auglýsingu þ.e. auk hefðbundins fundar hékk miðbæjarskipulagið uppi á Torginu í Kjarna og auglýst var viðvera nefndarmanna og embættismanna.

Haldin hafa verið íbúaþing um skipulagsmál og sjálfbæra þróun þar sem tryggt var að allir komu sínum sjónarmiðum á framfæri og leitast var eftir að fá fram skoðanir allra fundarmanna.

En  á næstu árum munum við beita okkur fyrir frekari þróun í virku íbúalýðræði.  Við ætlum að móta stefnu um íbúalýðræði og gera reglur um íbúakosninga, einnig viljum við hvetja ungt fólk til þátttöku í mótun bæjarins með virku ungmennaráði.

Við ætlum með þessu að auka þátttöku íbúa enn frekar í ákvarðanatöku án þess þó að firra kjörinna fulltrúa ábyrgð á verkum sínum.

 


mbl.is Íbúalýðræði á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband