Tvöföldun Vesturlandsvegar í sjónmáli

Það var ánægjuleg frétt í Morgunblaðinu í morgun þar sem sagt var frá því að framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar væri svo gott sem tilbúnar fyrir útboð af hálfu Vegagaerðarinnar. 

Að sögn samgönguráðherra gæti vinna við þessar framkvæmdir hafist í byrjun sumars, maí eða júní. Gangi það eftir lýkur þeim á næsta ári.

Um er að ræða tvöföldun frá hringtorginu við Þverholt að Þingvallarafleggjara. Hringtorgið við Varmá verður stækkað og gerðar hljóðmanir við Áslandshverfi. Mosfellingar hafa lengi barist fyrir því að umferðaröryggi og hljóðvist á þessum kafla yrði bætt og er nú loks útlit fyrir að af því verði.

Af www.mos.is
"Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar,  er um að ræða framkvæmdir sem kosta munu um 500 milljónir króna. Í þeim felst tvöföldun 1,5 km kafla frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegamótum, tvöföldun hringtorgsins við Álafossveg, lenging undirganga fyrir göngu-, hjólreiða- og reiðfólk við Varmá, lenging stálundirgangna fyrir göngu- og hjólreiðafólk, breikkun brúar yfir Varmá, gerð göngubrúar yfir Varmá, gerð reið-, göngu- og hjólreiðastíga meðfram Vesturlandsvegi, ásamt hljóðmön milli vegar og byggðar við Áslandshverfi. Verkið verður unnið í samráði við Mosfellsbæ.

Undirbúningur útboðs er langt kominn, að sögn G. Péturs. Ef samgönguráðherra og fjármálaráðherra taka ákvörðun fljótlega um að ráðast í verkið verði hægt að bjóða það út í mars. Samningar við verktaka yrðu væntanlega gerðir í maí og hægt að hefja framkvæmdir fljótlega upp úr því. Verklok eru áætluð haustið 2011.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir þetta gleðifréttir fyrir Mosfellinga og aðra vegfarendur um Vesturlandsveg. “Það er ánægjulegt að það hafi verið hlustað á okkar rök í málinu sem við höfum verið dugleg að koma á framfæri. Við erum þakklát fyrir skilning Kristjáns Möller samgönguráðherra á málinu,” segir Haraldur."

Tvöföldun Vesturlandsvegar er mikilvægt hagsmuna mál fyrir Mosfellinga bæði eru það umferðaöryggisleg sjónarmið svo og er mikilvægt að bæta samgöngur en á háannatíma er Vesturlandsvegurinn ekki að anna umferðarmagninu og sitja íbúar löngum í bílum sínum að bíða færis með að komast inn á vegin í gegnum hringtorgin okkar.  Þessi áfangi er mikilvægt skref en í framtíðinni vil ég sjá að Vesturlandsvegur sé lagður í stokk í gegnum miðbæinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvað með að ljúka kaflanum sem nú er bara þrjár akreinar? Milli Skarhólatorgs og Reykjatorgs( við Þverholt)? Varð sá kafli einhvern veginn eftir úti í kuldanum?

Sigurður Hreiðar, 20.1.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 706

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband