20.1.2010 | 17:47
Miðbæ í Mosfellsbæ
Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. jan 2010
Miðbæ í Mosfellsbæ Mosfellsbær er innrammaður fallegri náttúru og óvíða eru tækifæri til íþróttaiðkunar og útivistar meiri en þar. Þau eru ekki mörg sveitafélögin sem geta státað að jafn góðu bæjarstæði og Mosfellsbær. En það er eitt sem vantar tilfinnanlega og það er miðbær með blómlegu mannlífi. Virk aðkoma bæjarbúaÍ Mosfellsbæ ríkir sérstakur bæjarbragur sem mikilvægt er að halda í þrátt fyrir að bæjarfélagið sé í örum vexti. Á undanförnum misserum hefur skipulags- og bygginganefnd bæjarins unnið að skipulagi á nýjum miðbæ með náttúrulegri og grænni ásýnd. Við þá vinnu var rík áhersla lögð á samstarf við bæjarbúa og að fá fram hverjar þarfir og væntingar þeirra til miðbæjarins eru. Framkvæmd var skoðanakönnun og í kjölfarið settir upp rýnihópar til að fara yfir fyrstu tillögur að nýju miðbæjarskipulagi. Niðurstaða þessara kannana var sú að 67% íbúa heimsækir miðbæinn á tveggja til fjögurra daga fresti. Flestir Mosfellingar kaupa matvöru í miðbænum og almennt var fólk sammála um þörf fyrir fleiri sérverslanir. Þátttakendur voru líka sammála um nauðsyn þess að ásýnd miðbæjarins sé náttúruleg og fjölskylduvæn. Grænn og fjölskylduvænn miðbærKlöppunum í miðjum bænum er gert hátt undir höfði í nýja skipulaginu enda skipa þær stóran sess í hugum margra íbúa. Skrúðgarður sem er til staðar við Bjarkarholt mun verða hluti af miðbænum. Glæsilegri byggingu sem á að hýsa kirkju og menningarhús er ætlað að verða hornsteinn í nýjum miðbæ. Jafnframt mun framtíðar staðsetning framhaldsskólans í miðbænum verða til þess að glæða hann lífi. Í störfum mínum í skipulags- og byggingarnefnd hef ég lagt mikla áherslu á unnið væri heilsteypt skipulag sem strax sé hægt að byrja að vinna eftir. Nýja miðbæjarskipulagið hefur hlotið víðtæka umræðu og kynningu þar sem leitast var við að fara nýjar leiðir við að virkja íbúana í umræðunni og kalla eftir þeirra sjónarmiðum. Bryndís HaraldsdóttirFormaður skipulags- og bygginganefndar Mosfellsbæjar.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.