1.2.2010 | 10:59
Prófkjör
Já nú ert allt á fullu í prófkjörum, spennandi úrslit helgarinnar liggja fyrir þar sem ljóst er að hvert einast atkvæði skiptir máli. Úrslitin í Hafnafirði komu mér á óvart ég taldi víst að Rósa hefði 1 sætið þar en aðeins munaði 2 atkvæðum á henni og Valdimari. Listinn lítur vel út hjá þeim og ég vonast svo sannarlega til að betri þátttaka í sjálfstæðisprófkjörinu en í samfylkingarprófkjörinu sýni að hlutfallið muni breytast í bæjarstjórn Hafnafjarðar eftir kosningar.
Samfylkingin háði prófkjör í Mosfellsbæ og þar var líka slagur um fyrsta sætið. Jónas Sigurðsson hafði það en þó með örfáum atkvæðum. Nú er bara að sjá hvernig endanlegi listinn þeirra verður (eru þeir ekki með fléttu ákvæði í Samfylkingunni ?)
En það er vika í prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, spennan að magnast og ég vona innilega að við fáum betri kosningaþátttöku en verð hefur í prófkjörum síðustu vikna. Þó mikil samstaða sé um bæjarstjórann okkar Harald Sverrisson og því engin oddvitaslagur hjá okkur. Erum við þó nokkur sem sækjumst eftir því að vera í fremstu röð á listanum. Fimmtán frábærir frambjóðendur gefa kost á sér, breiddin er mikil og samstaðan einnig. Ég efast ekki um að þessi hópur á eftir að gera góða hluti fyrir flokkinn okkar hér í Mosfellsbæ.
Sjálf sækist ég eftir 2. sæti og þætti vænt um stuðning í það sæti.
Kveðja
Bryndís Haralds
Stefnir á annað sætið í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.