5.2.2010 | 23:13
Bæjarbúar hafi virka aðkomu að þróun og mótun bæjarins
Stjórnmál framtíðarinnar gera ráð fyrir því að íbúar hafi gott aðgengi að upplýsingum og eigi auðvelt með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. Stjórnmálamenn eiga að byrja á því að leita eftir skoðunum íbúa og í kjölfarið taka ákvörðun með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Krafan um aukið íbúalýðræði hefur farið vaxandi og nú er svo komið að við teljum þetta sjálfsagt, sem það er. Á næstu árum skapast spennandi vettvangur til að þróa með hvaða hætti við virkjum íbúalýðræðið og hvernig við tryggjum þátttöku sem flestra íbúa í slíku samráði..
Frjó hugsun, framsækni og þrautseigjaÉg er uppalin í Mosfellsbæ, ég er gift Örnólfi Örnólfssyni og saman eigum við þrjú börn. Við hjónin erum í eigin atvinnurekstri en áður starfaði ég hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ég hef í átta ár verið varabæjarfulltrúi og er nú formaður skipulags- og bygginganefndar. Þau störf hafa verið mér lærdómsrík og ég tel mig hafa öðlast dýramæta reynslu og þekkingu sem ég veit að mun koma sér vel. Í störfum mínum bæði í atvinnulífi og félagsmálum hef ég lagt metnað minn í að vinna af heilindum, skapa jarðveg fyrir frjóar hugmyndir, vanda til þess sem ég geri og koma hlutum í verk. Góðar hugmyndir eru dýrmætar og þeim verður að koma í framkvæmd.Ég hvet alla sjálfstæðismenn til að taka þátt í að velja öflugan lista fyrir komandi sveitastjórnakosningar. Ég heiti því að vinna af krafti og heiðarleika og óska eftir stuðningi þínum í 2. sætið í prófkjörinu á laugardaginn.Bryndís Haralds Frekari upplýsingar um mig og áherslur mínar má finna á www.bryndisharalds.isUm bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
arnljotur
-
armannkr
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
gattin
-
doggpals
-
ekg
-
elinora
-
erlendurorn
-
fridjon
-
gylfithor
-
halldorjonsson
-
helgasigrun
-
herdis
-
drum
-
hvitiriddarinn
-
jorunnfrimannsdottir
-
ktomm
-
kolbrunb
-
kristjanvalgeir
-
loftslag
-
pallvil
-
iceland
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
sigurdurkari
-
sigurjonth
-
stebbifr
-
villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.