Kosið í dag í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

Frábærar tvær vikur í prófkjörsbaráttu er nú senn að ljúka.  Þetta hefur verið krefjandi en jafnframt skemmtilegur tími.  Ég hef kynnst þeim 15 frambjóðendum sem gefa kost á sér, allt saman frábært fólk sem ég veit að á eftir að vinna ver fyrir Mosfellinga alla.  Stemmingin í hópnum hefur verið mjög góð og er vísbending um hversu gaman verður hjá okkur í vor.

Ég hef átt fjöldann allan af samtölum við íbúa og það er það sem stendur uppúr.  Skemmtileg samtöl þar sem maður hefur bæði fengið að heyra það sem vel er gert og einnig hvar við getum bætt okkur.  Það er nauðsynlegt að heyra reglulega í kjósendum og vil ég hvetja lesendur mína til að vera ófeimna við að vera í sambandi og láta mig vita bæði þegar þeim líkar það sem ég geri en einnig ef það er eitthvað sem mætti betur fara.

Ég vil þakka öllu því frábæra fólki sem hefur staðið á bak við mig í þessu öllu saman, gaukað að mér góðum hugmyndum og talað máli mínu út um allan bæ.  Kærar þakkir fyrir

Nú vona ég að kosningaþátttakan verði góð og að við Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ komum sterkari en nokkru sinni fyrr út úr þessu prófkjöri.  Það er mikilvægt að félagsmenn mæti í Lágafellsskóla í dag (opið til kl 19) og kjósi sitt fólk.  Meðframbjóðendum mínum óska ég góðs gengis og sérstaklega vona ég að oddviti okkar Haraldur Sverrisson hljóti góða kosningu.

Kær kveðja frá frambjóðandanum

Bryndís Haralds í 2. sæti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband