Staðreyndir um laun bæjarstjóra

 Vegna greinar sem varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hanna Bjartmars, ritaði í Mosfelling nýlega undir yfirskriftinni "Laun bæjarstjóra" teljum við nauðsynlegt að koma neðangreindum upplýsingum á framfæri.  Ástæðan er sú að í greininni komi fram villandi upplýsingar sem felast í því að þeir sem ekki til málsins þekkja gætu skilið sem svo að laun bæjarstjóra hafi hækkað.  Hið rétta er að laun bæjarstjóra Mosfellsbæjar hafa lækkað alls um 17% frá því að  ráðningarsamningur var gerður haustið 2007.  Lækkunin greinist með eftirfarandi hætti: 1.    janúar 2009.  Lækkun um 7,56% skv. úrskurði Kjararáðs, en laun bæjarstjóra eru tengd við laun ráðuneytisstjóra1.    janúar 2010.  Lækkun um 3% skv. ósk bæjarstjóra1.    nóv. 2010.     Lækkun um 5% skv. nýjum ráðningarsamningi1.    nóv. 2010.     Lækkuð hlunnindi, 1% af launum skv. nýjum ráðningarsamningi Uppreiknað er hér um að ræða rúmlega 17% launalækkun á tímabilinu. Varðandi þá launaflokkatilfærslu sem getið er um í greininni, er hún tilkomin vegna þess að launflokkur bæjarstjóra er tengdur við launaflokk ráðuneytisstjóra og ákvarðaði Kjararáð þær breytingar.  Þessi tilfærsla leiddi ekki til hækkunar launa. Okkur þykir leitt að þurfa að leiðrétta greinar sem kjörnir fulltrúar skrifa, sérstaklega þar sem viðkomandi veit betur en teljum nauðsynlegt að Mosfellingar hafi réttar upplýsingar um mál sem þetta. Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnarHerdís Sigurjónsdóttir, formaður bæjarráðsBryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi

Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi

birtist í Mosfellingi í des 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband