10.3.2009 | 23:22
Réttlæti, sanngirni og gegnsæi
Ég trúi því einlæglega að sú hugmyndafræði og starfsaðferðir sem við sjálfstæðismenn kennum okkur við í framtíðinni verði að einkennast af réttlæti, sanngirni og gegnsæi.
Fyrir þessum gildum vil ég standa.
Reynslan hefur því miður leitt í ljós að á undanförnum árum hefur þessum gildum víða verið vikið til hliðar.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka pólitíska ábyrgð á þeim hamförum sem nú ganga yfir efnahag landsins. Það er óhjákvæmilegt að líta yfir farinn veg og skoða hvers vegna hlutirnir náðu að fara úrskeiðis með jafn afdrifaríkum hætti og raun bar vitni.
Alþingi þarf jafnframt að endurskoða stöðu sína sem hornsteinn lýðræðis í landinu. Ljóst er að þar hafa átt sér stað óvönduð vinnubrögð sem þarf að lagfæra. Einnig þarf að endurskoða samspil löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins.
Til framtíðar er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt við að tryggja að hér dafni traust og gott samfélag. Samfélag sem hlúir að einstaklingum og fjölskyldum. Samfélag þar sem þar sem heiðarleiki, samkennd og réttlæti ríkir.
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú mættir bæta við heiðarleiki í gildin. Annars góður pistill hjá þér Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka duglega til heima hjá sér til að öðlast tilrú og traust á ný. Hann hefur gert það áður og getur það. Það þarf að losa ákveðin valdaöfl sem tosa og teygja góð gildi flokksins eftir hentugleika. Hornsteinn lýðræðis snýnst um að endurreisa þrískiptingu valdsins sem er horfið. Alþingi hefur verið valdalaust lengi í gjörgæslu ráðherraræðis. Þessu þarf að breyta. Óskandi að ráðherrar væru utanþings. En helst vildi ég láta innleiða persónukjör og geta kosið minn eigin 63 manna lista. En það er óskhyggja. En mér líst afksaplega vel á það sem þú segir og vilt standa fyrir. Enn og aftur gangi þér vel. Kveðja.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.