Talsmaður nýsköpunar og fjölbreytileika í atvinnulífinu

Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina tekist á við efnahagslegar sveiflur í takt við breytingar hjá stærstu atvinnugrein okkar, sjávarútvegnum.  Nú er íslenskt efnahagslíf í rúst eftir fall fjármálageirans.   Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í SV kjördæmi sem fram fer 14. mars.  Ég býð mig fram vegna þess að ég trúi því að margra ára reynsla mín á sviði ráðgjafar í nýsköpun, tækniyfirfærslu og atvinnuuppbyggingu sé reynsla sem þarf inn á Alþingi Íslendinga. Það er frábært að verða vitni af þeirri gerjun sem nú á sér stað í samfélaginu.  Þá gerjun þurfum við að nýta til að móta sameiginleg gildi og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf.  Fjölbreytileiki tryggir jafnvægi Brýnt er að stuðla að öflugri uppbyggingu á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi og auka við fjölbreytileika íslensks atvinnulífs.  Aukin fjölbreytileiki tryggir jafnvægi og treystir undirstöður í atvinnulífinu til framtíðar. Við megum ekki til lengri tíma litið haft öll eggin okkar í einu og sömu körfunni.   Um leið og við nýtum náttúruauðlindir okkar með skynsamlegum hætti eigum við jafnframt að huga að mikilvægustu auðlind okkar, mannauðnum.  Íslenska þjóðin er seig og hugmyndarík og okkur verður að auðnast að virkja þann kraft sem í henni býr til að endurreisa íslenskt atvinnulíf. Við verðum að tryggja að atvinnuleysi aukist ekki enn frekar og að það atvinnuleysi sem við búum því miður við núna verði skammtímavandi en ekki langtímavandamál. Hristum af okkur hefðbundin vinnubrögð þar sem hver hlutur á heima í tilteknum kassa. Byggjum upp samkennd og virkjum mannauðinn.   Bryndís HaraldsHöfundur gefur kost á sér í 4-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismann í SV kjördæmi sem fram fer 14. mars næstkomandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála þér og ekki veitir af að fá ráðgjafa í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu inn á þing. Þetta verða lykilatriði hjá næstu stjórn.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 756

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband