Ómaklega vegið að grasrót Sjálfstæðisflokksins

Ræða Davíðs á landsfundinum var í marga staði góð.  Hún var mjög beinskeytt eins og Davíð Oddsyni er einum lagið.  Hún var fyndin en á köflum skaut hann yfir markið og það gerði hann svo sannalega með ummælum sínum um Endurreisnarnefnd flokksins.  Fjöldi almennra Sjálfstæðismanna hafa komið að störfum nefndarinnar, vinnubrögðin hafa verið lýðræðisleg þar sem allir hafa haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Fólk getur haft mismunandi skoðanir á innihaldinu og er það hið besta mál.  En þau ummæli sem Davíð lét falla um störf nefndarinnar þ.e að hún væri ekki pappírsins virði eru ómakleg í garð allra þeirra sem lögðu vinnu sína í skýrsluna.


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í gagnrýni Davíðs er einnig fólgin mesti veikleiki hans.

Sigurður Þorsteinsson, 28.3.2009 kl. 21:22

2 identicon

Bíddu bíddu.... maðurinn heldur ræðu... fyrir fullu húsi... áður en 2 mínútur eru liðnar er hann búinn að bera eigin aðstöðu saman við krossfestingu Jesú Krists. og uppsker lófaklapp salsins. Gerirðu þér grein fyrir á hvers konar samkomu þú varst stödd yfirleitt?

Prófaðu að ímynda þér land einhvers-staðar langt í burtu, segjum Afríku, fréttir af fyrrverandi einræðisherra sem hefur á spilltann hátt tekist að halda sér við völd með því að stjórna í gegn um leppi svo árum skiptir. Landið er löngu farið fjandanns til, verðbólga og spilling hefur kveikt efnahagsbál sem hefur brennt upp allt sem eld á festir. Að sjálfsögðu var gamli einræðisherrann búinn að koma sér fyrir sem seðlabankastjóri og allt brann í kringum hann.

Að lokum þegar öllu er lokið fyrir gamla manninn, en hann er sko ekki af baki dottinn og sér sjálfann sig sem leiksopp í einhverju miklu stærra en bara venjulegu uppgjöri við gamlann spillingardólg. Hann er jésú kristur sjálfur.

Já ég yrði ekki undrandi að lesa slíkt um Mugabe eða einhverja slíka klikkhausa. Mér finnst ótrúlegt að Landsfundur Sjálfstæðismanna hafi yfirleitt farið fram, hvað þá að þar hafi verið fullt hús að hylla Davíð Oddson..... Hvað borðið þið eiginlega í morgunmat? Er enginn endir á hvað þið látið bjóða ykkur?

bogi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband