Er ESB lausn út úr þeim erfiðleikum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir

Í umræðum á Alþingi í dag var það gagnrýnt af þingmanni Framsóknarflokksins að ekkert hefði verið gert fyrir heimilin í landinu.  Ég get tekið undir það að sú "velferðar" ríkisstjórn sem tók við völdum í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar hefur litlu sem engu komið í verk sem snertir fjölskyldurnar í landinu og fyrirtækin.  En bæði heimilin og fyrirtækin eru í þann mun að blæða út. 

En svör þingmanns Samfylkingarinnar gerðu mig orðlausa, er það í rauninni svo að Samfylkingarfólk trúi því að við það að sækja um aðild að ESB hverfi vandamálin.  Ég gat ekki skilið orð Árna Páls öðru vísi en svo og velti fyrir mér hvort þessi ákveðni þingmaður hafi engan skilning á vandanum.

Lausnin á vandanum snýr fyrst og fremst að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur svo hér verði aftur til þau störf sem nú hafa glatast.  Við lifum í litlu samfélagi og fjölskyldurnar í landinu þurfa á öflugu atvinnulíf að halda. 

Innganga í ESB útrýmir ekki atvinnuleysi það sést best á því hversu hátt atvinnuleysi er í löndum ESB. 

Þingmenn allra flokka þurfa að bretta upp ermar og takast á við þau aðsteðjandi vandamál sem uppi eru.  Þau verða ekki leyst með inngöngu í ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband