Stýrivextir Seðlabanka Íslands 12% - Stýrivextir Seðlabanka Evrópu 1% munurinn 11%

Stýrivextir Seðlabanka Evrópu verða áfram 1% og hafa aldrei verið jafn lágir, stýrivextir Englandsbanka verða áfram 0,5% en á Íslandi eru stýrivextir 12% hvernig má þetta vera.

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir verulegum niðurskurði, eitthvað sem allir áttu von á.  Ríkisstjórnin reynir af veikum mætti að auka tekjur ríkissjóðs með skattahækkunum.  Hvaða áhrif hefur það til langstíma ?  Ég óttast að það drepi skattstofnana sem þýðir þá til lengri tíma litið minni tekjur.

Væri ekki skynsamlegra að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað til að tryggja skattstofnanna okkar og reyna að stækka kökuna ?  Lítið hefur bólað á aðgerðum stjórnvalda í þá átt, þvert á móti berst okkur fréttir af aðgerðum sem eru beinlínis til þess fólgnar að stöðva hjól atvinnulífsins.

Væri ekki ráð að fylgja þeirri stefnu sem önnur ríki hafa notað til að stemma stigu við kreppunni og lækka stýrivexti.  Það er alveg ljóst að stýrivextir upp á 12% til langs tíma mun ganga að atvinnulífinu dauðu.


mbl.is Óbreyttir stýrivextir á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 735

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband