30.11.2009 | 17:33
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Fyrsti framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var settur nú í haust. Það hefur verið baráttumál Mosfellinga lengi að fá í bæinn framhaldsskóla og því var það sérstakt gleði efni þegar loksins loksins gat hann tekið til starfa. Ég var ein þeirra sem sat í undirbúningsnefnd á sínum tíma um framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Þar var meðal annars farið yfir framtíðar staðsetningu hans áherslur og fleira. Úr varð að skólanum var valin staður í miðbæ Mosfellsbæjar sem að ég tel mjög mikilvæg lyftistöng fyrir miðbæinn. Sumir halda því nú fram að í Mosfellsbæ sé enginn miðbær og hægt er að færa rök fyrir því en nú er einmitt nýtt miðbæjarskipulag í auglýsingaferli og er framhaldsskóli mikilvægur hlekkur í því skipulagi.
Í bjartsýnni fyrri ára var ég að vona að skólin myndi taka til starfa í framtíðarhúsnæði sínu, en í ljósi árferðis var ljóst að það yrði ekki hægt og því yrðum við að finna skólanum bráðabirgðahúsnæði. Brúarland varð fyrir valinu og tel ég það einstaklega skemmtilegt að því merka húsi hafi aftur verið falið hlutverk menntastofnunar með því að hýsa fyrsta framhaldsskólann okkar fyrstu árin.
En nú hefur hönnunin verið boðin út enda eflaust góður tími til að leita eftir slíkum tilboðum. Mikilvægt er að vanda vel til verks enda stendur skólalóðin á áberandi stað í miðjum bænum.
Hönnun framhaldsskóla boðin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bryndís Haraldsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
- arnljotur
- armannkr
- aslaugfridriks
- astamoller
- gattin
- doggpals
- ekg
- elinora
- erlendurorn
- fridjon
- gylfithor
- halldorjonsson
- helgasigrun
- herdis
- drum
- hvitiriddarinn
- jorunnfrimannsdottir
- ktomm
- kolbrunb
- kristjanvalgeir
- loftslag
- pallvil
- iceland
- ragnheidurrikhardsdottir
- sigurdurkari
- sigurjonth
- stebbifr
- villagunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.