Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu

Ögmundur Jónasson telur svonefnd ávísanakerfi þar sem upphæð fylgir sjúklingi og hann hefur valfrelsi um það hvar hann leitar lækninga varasamt.  Hvað er það þá sem er varasamt, jú einstaklingnum svo og fagaðilanum er ekki treyst, ríkið þarf að vera með puttana í þessu þar sem heilbrigðisráðherra vill ekki sjá heilbrigðisstarfsmenn starfa í einhverskonar "bisnessfyrirtæki"  Það væri auðvitað stór hættulegt.  Sjáið bara alla þá lækna sem reka sínar eigin stofur, þeir hljóta að vera algjörlega ófærir um slíkt, en ef þeir væru innan veggja spítalans undir yfirumsjón hins opinbera þá liti málið allt öðruvísi út eða hvað ?

Ég hef lengi haft ákveðnar skoðanir á heilbrigðiskerfinu okkar.  Íslendingar hafa heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða, það hefur reyndar reynst okkur mjög dýrt og ljóst er að við verðum að stemma stigu við stöðugum kostnaðar auka í kerfinu og auka skilvirkni þess. 

En mín skoðun er sú að það séu grundvallar mannréttindi að hafa valfrelsi um það hvar þú leitar eftir þjónustunni.  Á sama tíma er það skoðun mín að heilbrigðiskerfið á að lang stærstum hluta að vera kostað af hinu opinbera.  Gjaldtaka á eingöngu að vera til þess falin að auka kostnaðarvitundu.  Tryggja þarf að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og lyfjum, það er þá gert með sértækum aðgerðum.

Ég tel að það geti verið bæði hagkvæmt og ýtt undir nýsköpun í stéttinni að einkaaðilum væri í auknum mæli treyst til þess að halda utan um rekstur á afmörkuðum þáttum heilbrigðisþjónustu.  Ríkið skal þó standa straum af kostnaðinum og tryggja verður að ríkið greiði sangjarnt verð fyrir þjónustuna sem er í samræmi við raunkostnað.

Mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit er þjónustuferli sem er á heimsmælikvarða hér á Íslandi en valfrelsið er ekkert.  Konur eru þröngvaðar inn á sína heilsugæslustöð til að fara þar í mæðraskoðun hjá ljósmóður og undir handleiðslu heimilislæknisins sem oft á tíðum hefur takmarkaða þekkingu á því sviði.  Þetta er langt frá því að vera ásættanlegt.  Það hentar ekki öllum konum að setjast inn á biðstofuna á sinni heilsugæslu innan um fólk sem þær oft á tíðum þekkja eða kannast við til að vera svo kallaðar inni til ljósmóðurinnar þannig að öllum sé það nú ljóst að viðkomandi kona á von á barni.   Þessi þjónusta gæti svo vel farið fram á einkastofu úti í bæ eða hreinlega á heimili verðandi foreldra.  Víða erlendis þekkist það að þú hefur þína eigin ljósmóður og fæðingarlæknir sem þú leitar til beint.  Þessir aðilar geta veit þjónustuna til skiptis á heimili verðandi foreldara, á einkastofu og eða stundum í gegnum síma.  Nýsjálendingar eru sérstaklega framalega í þjónustu við verðandi foreldra og þar er það þannig að í mörgum tilfellum þegar kona fer svo á spítala til að fæða fylgir henni hennar ljósmóðir.  Reyndar eru heimafæðingar þar líka algengari en hér en þarna er þó boðið upp á raunverulegt valfrelsi í þjónsutunni.  Eitthvað sem við íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar.

Fyrverandi heilbrigisráðherra beitti sér fyrir því í samningaviðræðum við ljósmæður að þær skoðuðu möguleika á frekari aðkomu einkaaðila að þessu ferli.  Það er alveg ljóst að Ögmundur Jónasson og Vg mun ekki beita sér fyrir áframhaldandi skoðun á þeim málum.  Einmitt þess vegna megum við ekki láta það gerast að slík afturhals öfl stýri heilbrigðisþjónustu landssins, heilbrigiðsþjónustu sem er á heimsmælikvarða.  Heilbrigðisþjónustu okkar verður aðeins haldið á heimsmælikvarða með aukinni skilvirkni nýsköpun og auknu valfrelsi einstaklinganna. 


mbl.is Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingfundi frestað aftur og aftur

Þingfundi hefur verið frestað nokkru sinnum í dag og ég leiði líkum að því að ástæðan sé frumvarp um að herða gjaldeyrishöft. 

Ástandið er slæmt krónan fellur og fellur og þingfundi er frestað á meðan verið er að skrifa frumvarp um frekari gjaldeyrishöft.  Embættismenn og ráðherra hljóta að sitja sveittir við tölvuna og skrifa og skrifa en ein lögin um bönn og höft, skildi það skila tilætluðum árangri í þetta sinn.


mbl.is Herða á gjaldeyrishöftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ESB lausn út úr þeim erfiðleikum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir

Í umræðum á Alþingi í dag var það gagnrýnt af þingmanni Framsóknarflokksins að ekkert hefði verið gert fyrir heimilin í landinu.  Ég get tekið undir það að sú "velferðar" ríkisstjórn sem tók við völdum í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar hefur litlu sem engu komið í verk sem snertir fjölskyldurnar í landinu og fyrirtækin.  En bæði heimilin og fyrirtækin eru í þann mun að blæða út. 

En svör þingmanns Samfylkingarinnar gerðu mig orðlausa, er það í rauninni svo að Samfylkingarfólk trúi því að við það að sækja um aðild að ESB hverfi vandamálin.  Ég gat ekki skilið orð Árna Páls öðru vísi en svo og velti fyrir mér hvort þessi ákveðni þingmaður hafi engan skilning á vandanum.

Lausnin á vandanum snýr fyrst og fremst að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur svo hér verði aftur til þau störf sem nú hafa glatast.  Við lifum í litlu samfélagi og fjölskyldurnar í landinu þurfa á öflugu atvinnulíf að halda. 

Innganga í ESB útrýmir ekki atvinnuleysi það sést best á því hversu hátt atvinnuleysi er í löndum ESB. 

Þingmenn allra flokka þurfa að bretta upp ermar og takast á við þau aðsteðjandi vandamál sem uppi eru.  Þau verða ekki leyst með inngöngu í ESB. 


Börn í nýnasistabúðum

Á síðustu mánuðum virðist lítið hafa komist að í þjóðfélagsumræðunni en kreppan og áhrif hennar.  Ég hef sjálf einblýnt um og of á innlendar fréttir. 

Frétt þess efnið að að nýnasistahópur í Þýskalandi hafi rekið búðir í anda Hitlers þar sem börnum niður í sex ára aldur er kennt að þjóðinni stæði ógn af útlendingum og gyðingum olli mér óhug.

Það að árið 2009 séum við en að glíma við slíka öfga hópa sýnir svo ekki er um vilst að samfélagið allt þarf stöðugt að vera á varðbergi gagnvart því að mannréttindi og hagsmunir barna séu ávalt í heiðri höfð.

 

 


mbl.is Sex ára börn í nýnasistabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaálykturn landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Nú eru umbrotatímar á Íslandi og  í heiminum öllum. Í umbrotum felast tækifæri  til að breyta viðteknum venjum þar sem við á og byggja á því sem gagnlegt er og varanlegt. Öflugt og heilbrigt atvinnulíf er frumforsenda þess að hægt sé að verja heimilin og grunnstoðir velferðar- og menntakerfisins. Ríkisútgjöld verða að dragast saman og nýta þarf fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og  standa þarf sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Þessi afstaða hvílir á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar um frelsi, framtak, mannúð og mildi.  Hlutverk nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins er að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun sem hefur tvennt að leiðarljósi: Að tryggja atvinnu og verja heimilin í landinu. 

Tryggjum atvinnu
Íslendingar mega aldrei sætta sig við að hér ríki atvinnuleysi. Við verðum nú þegar að snúa vörn í sókn. Við skulum tryggja að hér verði til allt að tuttugu þúsund ný störf á kjörtímabilinu auk þess að vernda þau störf sem fyrir eru. Þetta gerum við m.a. með því að:
•    Ljúka endurskipulagningu fjármálakerfisins innan þriggja mánaða. Eitt stærsta hagsmunamál íslensks atvinnulífs og fjölskyldna er skilvirkt bankakerfi. Í endurskipulagningunni þarf að tryggja hagkvæma endurfjármögnun bankanna og aðgang að lánsfé fyrir atvinnulíf og heimili. Ljúka þarf samningum við erlenda kröfuhafa hið fyrsta. Útvíkka ber ramma peningastefnunnar til að mynda þannig að hún taki aukið tillit til þróunar helstu hagstærða, ásamt því að áhersla á fjármálastöðugleika verði aukin.
•    Afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti og koma þannig í veg fyrir að íslenskt samfélag færist áratugi aftur í tímann. Haftastefna leiðir til spillingar og sóunar. 
•    Koma í veg fyrir að miðstýring og ríkisvæðing verði að ríkjandi skipan, eins og núverandi vinstristjórn virðist því miður telja eðlilegt. Slík ofstjórn grefur undan athafnafrelsi þjóðarinnar og þar með hagsæld hennar. Koma þarf í veg fyrir að leikreglum og grundvallargildum atvinnulífsins verði kollvarpað. Aukin óvissa í efnahagslífinu mun gera allt endurreisnarstarf erfiðara.
•    Hafna öllum nýjum sköttum á atvinnulífið og einstaklinga. Núverandi vinstristjórn hefur boðað nýja skatta sem draga þrótt úr fólki og fyrirtækjum. Hærri skattar munu reynast þeim  ofviða.
•    Skapa sátt um nýtingu auðlinda okkar og hefja þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina, svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Lögð er áhersla á að ekki verði skilið í sundur á milli verndar og nýtingar náttúruauðlinda landsins. 
•    Ráðast í tímabundnar breytingar á skattkerfinu sem hvetja til nýráðninga og þróunarstarfs sem sérstaklega á að gagnast nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Verjum heimilin
Hér á landi er rík hefð fyrir því að fjölskyldur fjárfesti í sínu eigin húsnæði. Grípa verður til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur missi heimili sín vegna tímabundinna fjárhagserfiðleika. Þetta gerum við m.a. með því að:
•    Íbúðareigendur muni geta lækkað greiðslubyrði sína um allt að helming í þrjú ár og framlengt lánstímann á móti. Markmiðið er að laga greiðslubyrðina að greiðslugetu og auka sveigjanleika í afborgunum. Jafnframt verði hugað að höfuðstólslækkun lána til að mæta þeim forsendubresti sem orðið hefur í hagkerfinu.
•     Stefnt verði að því að í boði verði óverðtryggð lán og möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð,þegar verðbólga og vextir eru komin í viðunandi horf. Þetta sé gert í því augnamiði að auka valfrelsi og fjölbreytni í lánamálum á húsnæðismarkaði.
•    Öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um há- og millitekjuskatt er hafnað, enda bitnar hann iðulega mest á stórum fjölskyldum með þungar fjárhagslegar skuldbindingar. Ísland skattleggur sig ekki út úr vandanum.
•     Stýrivextir Seðlabanka Íslands lækki og verði 5-6% undir lok þessa árs. Íslenskt atvinnulíf og heimili þola ekki hið háa vaxtastig.
•    Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu áratugi leitt uppbyggingu öflugs velferðarsamfélags. Forsendur þess eru öflugt atvinnulíf og að ríkissjóður sé rekinn með ábyrgum hætti. Ekki verður hjá því komist að draga verulega úr ríkisútgjöldum. Berlega hefur komið í ljós að núverandi vinstristjórn er ekki fær um að taka þær erfiðu ákvarðanir. Í þeim nauðsynlega niðurskurði sem framundan er mun Sjálfstæðisflokkurinn taka tillit til hagsmuna þeirra sem mest eiga undir högg að sækja svo sem öryrkja, lífeyrisþega og efnaminni fjölskyldna – en dregið verður úr millifærslum til þeirra sem geta séð sér og sínum farborða. Grunnþjónusta velferðar- og menntakerfisins má ekki skaðast.

Göngum hreint til verks
Á þessum landsfundi höfum við Sjálfstæðismenn gert upp þá atburðarás sem leiddi til hruns bankakerfisins. Sú hreinskilna og opinskáa umræða birtist meðal annars í ályktun fundarins um endurreisn atvinnulífsins og í ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins við setningu fundar. Jafnframt komst fundurinn að niðurstöðu í viðkvæmum og mikilvægum pólitískum álitamálum.
Sjálfstæðisflokkurinn er þverskurður af þjóðinni, opinn og lýðræðislegur flokkur sem virkjar einstaklingana í landinu og ber virðingu fyrir þeim. Meginmarkmið okkar er að  vinna fyrir þjóðina og skapa betra samfélag sem byggist á  gagnsæi og trausti, jafnri stöðu kynjanna og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Frelsi og ábyrgð verða alltaf að fylgjast að og á grundvelli þessa ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að:

•    Læra af reynslunni og byggja meðal annars á því uppgjöri  sem hefur farið fram í endurreisnarnefnd sjálfstæðismanna.
•    Beita sér fyrir því að tryggðir séu nægir fjármunir og heimildir fyrir þá sem annast rannsóknir á orsökum bankahrunsins þannig að öruggt sé að þeir sem hafa brotið lög séu sóttir til saka og látnir taka afleiðingum gjörða sinna. Öðruvísi skapast ekki sátt um framtíðaruppbyggingu efnahags þjóðarinnar.
•    Setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.
•    Verja sjálfstæði þjóðarinnar og  tryggja yfirráð yfir auðlindum Íslands. Við teljum að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. Við viljum að Íslendingar séu virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu en þróun slíkrar samvinnu á ekki að vera einkamál stjórnmálaflokkanna. Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Niðurstaða úr hugsanlegum viðræðum við Evrópusambandið skal borin undir þjóðina.
Björt framtíð bíður Íslands lánist okkur að halda rétt á málum. Nýta þarf það  afl sem býr í fólki og fyrirtækjum og tryggja heimilunum í landinu þannig fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið meginstoð íslenskra stjórnmála í  80 ár. Sjálfstæðisstefnan byggist á krafti, frumkvæði og dugnaði fólksins í landinu. Framtak og velferð verða hornsteinar sjálfstæðisstefnunnar hér eftir sem hingað til.

Treysta má því að gengið verður hreint til verks.


Glæsileg kosning í varaformanninn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk glæsilega kosningu í varaformann Sjálfstæðisflokksins, 80,6%.  Þorgerður Katrín hélt einstaklega góða ræðu í gær þar sem hún fór yfir pólitískt svið síðustu mánaða svo og hennar persónulegu aðstæður og aðför sem að henni hefur verið gerð.  En umfram allt ræddi hún um þau erfiði verkefni sem fram undan eru.  Þorgerður Katrín uppskar eindreginn stuðning flokksmanna til að halda áfram starfi varaformanns.

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur skipa glæsilega forystusveit Sjálfstæðisflokksins.  En nú þurfa þau að bretta upp ermar og hefja vinnuna.

Ályktanir Landsfundar er verkfærið þeirra og þeim verðu þau að beita með von og brjartsýni að leiðarljósi.  Landsmenn verða að sjá framm á betri tíma og hafa trúa á því hvernig okkur tekst að komast í gegnum þessa erfiðu tíma.  Fjöldi fólks hefur misst vinnuna sína og þetta fólk þarf að sjá framm á að geta frammfleitt sér, fólk þarf að sjá vonina til að geta skapað sér sín eigin tækifæri.


mbl.is Þorgerður Katrín fékk 80,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg kosning

Nýr formaður tekin við í Sjálfstæðisflokknum.  Formannsslagurinn var málefnalegur og flokknum til sóma.  Kosning Bjarna var góð en ljóst að Kristján Þór naut einnig töluverðs stuðnings.  Nú þarf bara að tryggja Þorgerði Katrínu glæsilega kosningu í varaformanninn og við tekur ný kynnslóð öflug forysta sem fer beinskeytt og hlaðin góðum ályktunum landsfundar út í kosningabaráttuna.
mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftlagsmál á dagskrá í Hvíta húsinu

Það er lögnu orðið tímabært að Bandaríkin setji loftlagsmál og umhverfismál almennt á dagskrá.  Það er til háborinar skammar hversu aftarlega þetta stóra og valdamikla ríki er í umhverfismálum. 

Barack Obama talaði mikið um loftlagsmál í kosningabaráttunni sinni og vonandi að hann marki nú nýja stefnu fyrir Bandaríkin í loftlagsmálum.  Stefnu sem mun hafa góð áhrif á heimsbyggðina alla.


mbl.is Obama stofnar loftslagsklíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun um vísinda- og nýsköpunarmál

  Endurreisn efnahags- og atvinnulífs með öflugri nýsköpun í  í íslensku samfélagi
1.    Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur öfluga nýsköpun eina af megin¬forsendum endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs. Landsfundur leggur áherslu á arðbæra ný-sköpun í landinu með því að hlúa að undirstöðum hennar, verkþekkingu, rannsóknum og tækni¬þróun. Stjórnvöld eru hvött til að stórauka vægi rannsókna- og tækniþróunar í íslensku atvinnulífi og samræma aðgerðir hins opinbera og einkaaðila í nýsköpun á öllum sviðum þjóðlífsins.
Nýsköpun og starfsumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja
2.    Arðbær nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja er sá grundvöllur hagvaxtar sem Íslendingar geta lagt traust sitt á til næstu áratuga. Ein af megin áherslum stjórnvalda á að vera bætt starfsumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja sem stunda nýsköpun á Íslandi. Þar ber sérstaklega að líta til sprotafyrirtækja. Starfsumhverfi fyrirtækja hér á landi þarf að vera hvetjandi fyrir alla sem vilja byggja upp fyrirtæki og skapa störf.
3.    Landsfundur telur mikilvægt að:
•    Auka fjárfestingar innlendra og erlendra aðila í rannsóknum og nýsköpun á Íslandi.
•    Hvetja einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og tækniþróunar með einfaldri skatta- og lagaumgjörð.
•    Styðja við frumkvæði einstaklinga til uppbyggingar sprotafyrirtækja með reynslu annarra þjóða að leiðarljósi.
•    Opinberir aðilar útvisti verkefnum til að efla nýsköpun og tækniþróun í íslensku atvinnulífi.
•    Leggja áherslu á aðgerðir sem fjölga nýjum fyrirtækjum og efla þannig heilbrigðasamkeppni og auka verðmætasköpun.
•    Leggja áherslu á bættar gagnatengingar við landið til að stuðla að uppbyggingu gagnavera og vísindagarða um land allt.
Stoðkerfi rannsókna og nýsköpunar
4.    Stór hluti opinberra framlaga til rannsókna og nýsköpunar er bundinn í ríkisreknum rann-sókna¬stofn¬unum. Öflugir rannsókna- og nýsköpunarsjóðir eru enn undir stjórn einstakra atvinnu¬vega¬ráðu¬neyta. Þessu fé þarf að veita í auknum mæli tilöflugs samkeppnissjóðs á sviði nýsköpunar sem beini sjónum sínum sérstaklega að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum.
Landsfundur hvetur til þess að komið verði á fót sjóði sem hafi það hlutverk að veita þolinmótt fjármagn til nýsköpunar. Leitast verður við að bjóða allar hugmyndir velkomnar þannig að fjölbreytileiki í atvinnulífinu aukist. Kraftur og frumkvæði einstaklingsins fái þannig að njóta sín óháð menntun. Vilji einstaklingsins til nýsköpunar er allt sem þarf.
Landsfundur telur mikilvægt að:
•    Skerpa áherslur opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun og auka þannig skilvirkni þeirra.
•    Auka hlutfall opinberra samkeppnissjóða sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun þannig að það verði a.m.k. fjórðungur af heildarfjárveitingu hins opinbera til málaflokksins.
•    Skapa stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja sem byggi á samkeppni fyrirtækjanna sjálfra í gegnum öflugan samkeppnissjóð þar sem einkaaðilar fjárfesta í nýsköpun á móti hinu opinbera, meðal annars með „krónu fyrir krónu“ fyrirkomulagi.
•    Fela einkaaðilum í auknum mæli að sinna stuðningi við nýsköpun og sjá um opinber fjárútlát til sprotafyrirtækja, sem fari fram með samkeppni- eða útboðsfyrirkomulagi.
•    Fela Vísinda- og tækniráði umsjón opinberra samkeppnissjóða sem styrkja rannsóknir og nýsköpun og tryggja að pólitísk afskipti einstakra ráðuneyta ráði ekki úthlutunum sjóðanna í stað sam¬keppnis¬¬forsendna.
•    Stytta boðleiðir í málefnum nýsköpunar með sameiningu atvinnuvegaráðuneyta.
•    Auka  þátttöku íslenskra frumkvöðla í samkeppni- og nýsköpunaráætlun ESB.
•    Gögn og upplýsingar í vörslu ríkis og sveitarfélaga og stofnana þeirra verði opin og aðgengileg  til rannsókna og nýsköpunar eins og unnt er, með þeim takmörkunum sem persónuvernd og almannaheill krefjast.


Einlæg og heiðarleg ræða Þorgerðar Katrínar

Þorgerður Katrín hélt ræðu sína sem frambjóðandi til varaformans Sjálfstæðisflokksins í dag á landsfundi.  Ræðan var góð.  Í henni fór Þorgerður yfir viðburði síðustu mánaða störf sín sem menntamálaráðherra og erfiða tíma hjá fjölskyldunni. 

Þorgerður Katrín er og verður öflugur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.  Þorgerður Katrín er ein þeirra stjórnmálamanna sem hafa farið illa út úr kjaftasögum og rógburði á síðustu mánuðum.  Við eigum að dæma störf fólks og öllum er frjálst að hafa sína skoðun á störfum Þorgerðar Katrínar, það er málefnalegt.  En það að láta kjaftasögur móta skoðanir sínar á mönnum er rangt og ósanngjarnt.


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband