Hagsmunum Mosfellsbæjar gætt í hvívetna

Að undanförnu hefur verið til umræðu á vettvangi bæjarstjórnar uppgjör vegna skuldar Helgarfellsbyggingar við bæinn.  Umræða hefur skapast um  framsalsábyrgð bæjarins á viðskiptabréfum í tengslum við lóðauppgjör Helgafellsbygginga og Mosfellsbæjar  á árinu 2008. Helgafellslandið er í eigu einkaaðila og við ákvörðun um uppbyggingu þar gerði Mosfellsbær samning við eigendur (Helgafellsbyggingar) um hvernig skyldi staðið að uppbyggingunni.  Hverfið skyldi vera sjálfbært í þeim skilningi að kostnaður vegna uppbyggingar þar væri ekki greiddur af íbúum annarstaðar í bænum.  Því sáu landeigendur um gatnagerð ásamt því að greiða til bæjarins 700. þ.kr fyrir hverja selda íbúðaeiningu sem rynnu til uppbyggingar á skólamannvirkjum innan svæðisins.   

Lausafjárkreppa og skuldauppgjör

Í þeirri lausafjárkreppu sem skapaðist sumarið 2008 höfðu Helgafellsbyggingar ekki aðgang að lausafé til að gera upp við Mosfellsbæ og varð að samkomulagi að uppgjörið skyldi fara fram með útgáfu víxla af hálfu Helgafellsbygginga.  Allir flokkar í bæjarstjórn mátu það svo að hagsmunum bæjarins væri best borgið með þeim hætti þar sem ljóst var lítið sem ekkert hefði fengist upp í skuldina ef reynt hefði verið að innheimta hana með því að ganga að Helgafellsbyggingum. Þeirra viðskiptabanki þeirra var með fyrsta veðrétt á eignum fyrirtækisins en bankinn féllst hins vegar á að falla frá fyrsta veðrétti og þannig fékk Mosfellsbær trygg veð fyrir skuldinni. Þannig voru hagsmunir Mosfellsbæjar best tryggðir.  Niðurstaðan varð því að taka við viðskiptabréfum (víxlum sem síðar var breytt í skuldabréf) að upphæð 242 milljónir króna frá Helgafellsbyggingum. Í framhaldinu framseldi Mosfellsbær viðskiptabréfin og breytti í handbært fé til þess þurfti framsalsábyrgð sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða.  Gegn framsalsábyrgðinni fengust áðurgreind veð, en þau eru fjölbýlishúsalóðir í Helgafellshverfi með 52 íbúðum og einbýlishús við Brekkuland.

Trygg veð sem jafngilda skuldinni

Gjalddagi skuldabréfsins er í september næstkomandi. Fari svo að Helgafellsbyggingar greiði ekki á gjaldaga  né að þeirra viðskiptabanki geri ráðstafinar til að halda skuldinni í skilum renna viðkomandi lóðir og hús til bæjarins. Gatnagerðargjöld af íbúðalóðunum og fasteignamat af einbýlishúsinu eru jafngildi skuldarinnar þannig það má telja nær öruggt að Mosfellsbær fái skuld sína uppgerða hvernig sem fer.  

Álitamál – daglegur rekstur eða ekki

Nýlega komu fram fyrirspurnir um hvort Mosfellsbæ hefði verið heimilt að veita þessa framsalsábyrgð og ákvað bæjarráð að leita álits lögmannsstofunnar LEX á málinu.  Lögmannsstofan telur ekkert athugavert við að Mosfellsbær tæki við viðskiptabréfum – en telur það hins vegar ekki í samræmast sveitarstjórnarlögum að Mosfellsbær framseldi þau  og breytti í handbært fé, þar sem þeir eru þeirrar skoðunar að ekki sé um daglegan rekstur að ræða . Í sveitarstjórnalögum kemur fram að sveitarstjórnum er heimilt að taka við viðskiptabréfum og framselja þau þegar um daglegan rekstur er að ræða. Kemur álit Lex því á óvart þar sem bæjarstjórn áleit að samningurinn við Helgafellsbyggingar, sem var samstarfsverkefni um uppbyggingu í sveitarfélaginu, lóðasamningar, byggingarmál, gatnagerð og þar fram eftir götunum, flokkist undir daglegan rekstur. Löglærðir embættismenn sem undirbjuggu samninginn líta einnig svo á að um daglegan rekstur sé að ræða.  Allir sem að samningnum komu voru í góðri trú um að hann væri í fullu samræmi við lög og reglur enda tíðkast uppgjör sem þessi  hjá öðrum sveitarfélögum.  Undir það sjónarmið taka endurskoðendur sveitarfélagsins sem hafa lýst því yfir að framsalsábyrgðin samræmist að þeirra mati sveitarstjórnarlögum. Auk þess benda endurskoðendur sveitarfélagsins á að ábyrgðanna sé getið í ársreikningum bæjarins eins og lög gera ráð fyrir. 

Leita álits Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Bæjarastjórn Mosfellsbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að leita álits Sambands Íslenskra sveitarfélag á málinu því nauðsynlegt sé að úr því fáist skorið hvort framsal viðskiptabréfa með þessum hætti sé heimil almennt fyrir sveitarfélög í landinu. Við bæjarfulltrúar D og V lista tökum mál sem þessi alvarlega enda einarður ásetningur okkar að fylgja lögum í öllum okkar verkum og alltaf eru hagsmunir sveitarfélagsins í fyrirrúmi. 

Haraldur Sverrisson, Herdís Sigurjónsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Hafsteinn Pálsson og Karl Tómasson, bæjarfulltrúar birtist í Mosfellingi febrúar 2011 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bryndís Haraldsdóttir

Höfundur

Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís er 32 ára áhugamanneskja um pólitík
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...vor_i_moso
  • Lágafellskirkja
  • ...smbl_953444
  • ...smbl_953443
  • ..._haraldsmbl

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband